„Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2024 17:18 Jón Gunnarsson er sérstakur fulltrúi Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út 3,800 tonna kvóta á djúpkarfa, en ráðlagður heildarafli Hafrannsóknarstofnunnar fyrir fiskveiðiárið er 0 tonn. Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður matvælaráðherra, segir að djúpkarfi sé óhjákvæmilega veiddur sem meðafli, og með kvótanum sé hægt að nýta hann í verðmætasköpun. „Þetta var eftir hvatningu frá Félagi skipstjórnarmanna og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta hangir saman við nýtingu á gullkarfastofni og grálúðustofni, sem tekst eiginlega ekkert að veiða nema það komi meðafli með af djúpkarfa,“ segir Jón Gunnarsson. Menn hafi verið að veiða karfann „hvort sem er“ og verið að skrá hann í svokallaðan VS afla eða í tegundatilfærslur. Með útgáfu kvóta sé hreinlegra og auðveldara að auka verðmætasköpunina. „Það er í rauninni bara verið að liðka fyrir því að menn geti verið að stunda veiðar á hagkvæmum hætti á afla sem kemur hvort sem er að landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hrygningarstofninn lítill og nýliðun slæm Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar segir að hrygningarstofn djúpkarfans sé lítill, og nýliðun slæm. Hins vegar viti þau að djúpkarfi sé meðafli með öðrum veiðum. „Þetta er bara staðan, þeir hafa væntanlega tekið samtal við einhverja eða verið í samtali við útveginn og einhverja hagaðila og ákveðið að hlusta á það frekar en að fara stíft eftir þeirri ráðgjöf sem kom frá okkur í júní,“ segir hann. „Við förum ekkert endilega í þunglyndi þótt ráðgjöf okkar sé ekki fylgt í einu og öllu,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Þetta var eftir hvatningu frá Félagi skipstjórnarmanna og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta hangir saman við nýtingu á gullkarfastofni og grálúðustofni, sem tekst eiginlega ekkert að veiða nema það komi meðafli með af djúpkarfa,“ segir Jón Gunnarsson. Menn hafi verið að veiða karfann „hvort sem er“ og verið að skrá hann í svokallaðan VS afla eða í tegundatilfærslur. Með útgáfu kvóta sé hreinlegra og auðveldara að auka verðmætasköpunina. „Það er í rauninni bara verið að liðka fyrir því að menn geti verið að stunda veiðar á hagkvæmum hætti á afla sem kemur hvort sem er að landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hrygningarstofninn lítill og nýliðun slæm Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar segir að hrygningarstofn djúpkarfans sé lítill, og nýliðun slæm. Hins vegar viti þau að djúpkarfi sé meðafli með öðrum veiðum. „Þetta er bara staðan, þeir hafa væntanlega tekið samtal við einhverja eða verið í samtali við útveginn og einhverja hagaðila og ákveðið að hlusta á það frekar en að fara stíft eftir þeirri ráðgjöf sem kom frá okkur í júní,“ segir hann. „Við förum ekkert endilega í þunglyndi þótt ráðgjöf okkar sé ekki fylgt í einu og öllu,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira