Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. nóvember 2024 06:55 Hugmyndir Trump um að hækka tolla eru afar umdeildar. AP/Alex Brandon Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. Trump hamraði mjög á þessu í kosningabaráttunni og í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social segir hann að fyrsta verk hans í embætti verði að gefa út forsetatilskipun þar sem 25 prósenta tolli verði umsvifalaust skellt á allar vörur sem koma frá Mexíkó og Kanada. Tollarnir verði í gildi uns yfirvöld í löndunum koma böndum á það sem hann kallar „stjórnlausan ólöglegan innflutning“ á eiturlyfjum og fólki. Þá segir hann að sérstakur tíu prósenta aukatollur verði settur á kínverskar vörur, uns stjórnvöld þar í landi koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á ópíóðum frá Kína til Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að ef Trump standi við stóru orðin muni það setja öll samskipti Bandaríkjanna við þessi þrjú helstu viðskiptalönd sín í verulegt uppnám. Þá virðist hann munu brjóta gegn viðskiptasamningi milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, sem hann undirritaði sjálfur og tók gildi árið 2020. Trump hefur haldið því fram að tollarnir munu koma harðast niður á umræddum ríkjum, bandarískum neytendum til hagsbóta. Þetta segja flestir hagfræðingar að sé afar misvísandi, svo ekki sé meira sagt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kína Mexíkó Kanada Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Trump hamraði mjög á þessu í kosningabaráttunni og í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social segir hann að fyrsta verk hans í embætti verði að gefa út forsetatilskipun þar sem 25 prósenta tolli verði umsvifalaust skellt á allar vörur sem koma frá Mexíkó og Kanada. Tollarnir verði í gildi uns yfirvöld í löndunum koma böndum á það sem hann kallar „stjórnlausan ólöglegan innflutning“ á eiturlyfjum og fólki. Þá segir hann að sérstakur tíu prósenta aukatollur verði settur á kínverskar vörur, uns stjórnvöld þar í landi koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á ópíóðum frá Kína til Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að ef Trump standi við stóru orðin muni það setja öll samskipti Bandaríkjanna við þessi þrjú helstu viðskiptalönd sín í verulegt uppnám. Þá virðist hann munu brjóta gegn viðskiptasamningi milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, sem hann undirritaði sjálfur og tók gildi árið 2020. Trump hefur haldið því fram að tollarnir munu koma harðast niður á umræddum ríkjum, bandarískum neytendum til hagsbóta. Þetta segja flestir hagfræðingar að sé afar misvísandi, svo ekki sé meira sagt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kína Mexíkó Kanada Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira