Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 12:47 Eric Cantona fór fyrir liði Manchester United tímabilið 1993-94 en Mohamed Salah fer fyrir liði Liverpool á þessari leiktíð. Getty/Anton Want/Carl Recine Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tólf umferðir. Það boðar gott fyrir lærisveina Arne Slot. Það þarf að fara meira en þrjátíu ár aftur í tímann til að finna lið í ensku úrvalsdeildinni sem var búið að stinga meira af eftir svo fáa leiki. Lið Manchester United, undir stjórn Sir Alex Ferguson, byrjaði svona vel á 1993-94 tímabilinu og reyndar aðeins betur. United var þá líka með 31 stig af 36 stigum mögulegum og sextán mörk í plús eins og Liverpool í dag. Það þýddi hins vegar að United var þá með níu stiga forskot á næsta lið sem var Norwich. Síðan þá hefur ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni verið með meiri forystu á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Liverpool er núna með átta stiga forskot á ríkjandi meistara í Manchester City. Það er jafnmikið forskot og bæði lið Manchester City frá 2017-18 og lið Liverpool frá 2019-20. Bæði þau lið unnu enska meistaratitilinn. 1993-94 liðið hjá United endaði sem enskur meistari með 92 stig en í öðru sætinu var Blackburn Rovers með átta stigum minna. Eric Cantona var í aðalhlutverki í þessu United liði með átján deildarmörk en Ryan Giggs skoraði 13 mörk og Mark Hughes var með 12 mörk. Eftir tólf leiki haustið 1993 hafði Cantona skorað fjögur mörk en Íslandsvinurinn Lee Sharpe og Mark Hughes voru markahæstir með fimm mörk. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Það þarf að fara meira en þrjátíu ár aftur í tímann til að finna lið í ensku úrvalsdeildinni sem var búið að stinga meira af eftir svo fáa leiki. Lið Manchester United, undir stjórn Sir Alex Ferguson, byrjaði svona vel á 1993-94 tímabilinu og reyndar aðeins betur. United var þá líka með 31 stig af 36 stigum mögulegum og sextán mörk í plús eins og Liverpool í dag. Það þýddi hins vegar að United var þá með níu stiga forskot á næsta lið sem var Norwich. Síðan þá hefur ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni verið með meiri forystu á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Liverpool er núna með átta stiga forskot á ríkjandi meistara í Manchester City. Það er jafnmikið forskot og bæði lið Manchester City frá 2017-18 og lið Liverpool frá 2019-20. Bæði þau lið unnu enska meistaratitilinn. 1993-94 liðið hjá United endaði sem enskur meistari með 92 stig en í öðru sætinu var Blackburn Rovers með átta stigum minna. Eric Cantona var í aðalhlutverki í þessu United liði með átján deildarmörk en Ryan Giggs skoraði 13 mörk og Mark Hughes var með 12 mörk. Eftir tólf leiki haustið 1993 hafði Cantona skorað fjögur mörk en Íslandsvinurinn Lee Sharpe og Mark Hughes voru markahæstir með fimm mörk. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague)
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira