Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 12:47 Eric Cantona fór fyrir liði Manchester United tímabilið 1993-94 en Mohamed Salah fer fyrir liði Liverpool á þessari leiktíð. Getty/Anton Want/Carl Recine Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tólf umferðir. Það boðar gott fyrir lærisveina Arne Slot. Það þarf að fara meira en þrjátíu ár aftur í tímann til að finna lið í ensku úrvalsdeildinni sem var búið að stinga meira af eftir svo fáa leiki. Lið Manchester United, undir stjórn Sir Alex Ferguson, byrjaði svona vel á 1993-94 tímabilinu og reyndar aðeins betur. United var þá líka með 31 stig af 36 stigum mögulegum og sextán mörk í plús eins og Liverpool í dag. Það þýddi hins vegar að United var þá með níu stiga forskot á næsta lið sem var Norwich. Síðan þá hefur ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni verið með meiri forystu á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Liverpool er núna með átta stiga forskot á ríkjandi meistara í Manchester City. Það er jafnmikið forskot og bæði lið Manchester City frá 2017-18 og lið Liverpool frá 2019-20. Bæði þau lið unnu enska meistaratitilinn. 1993-94 liðið hjá United endaði sem enskur meistari með 92 stig en í öðru sætinu var Blackburn Rovers með átta stigum minna. Eric Cantona var í aðalhlutverki í þessu United liði með átján deildarmörk en Ryan Giggs skoraði 13 mörk og Mark Hughes var með 12 mörk. Eftir tólf leiki haustið 1993 hafði Cantona skorað fjögur mörk en Íslandsvinurinn Lee Sharpe og Mark Hughes voru markahæstir með fimm mörk. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Það þarf að fara meira en þrjátíu ár aftur í tímann til að finna lið í ensku úrvalsdeildinni sem var búið að stinga meira af eftir svo fáa leiki. Lið Manchester United, undir stjórn Sir Alex Ferguson, byrjaði svona vel á 1993-94 tímabilinu og reyndar aðeins betur. United var þá líka með 31 stig af 36 stigum mögulegum og sextán mörk í plús eins og Liverpool í dag. Það þýddi hins vegar að United var þá með níu stiga forskot á næsta lið sem var Norwich. Síðan þá hefur ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni verið með meiri forystu á þessum tímapunkti á leiktíðinni. Liverpool er núna með átta stiga forskot á ríkjandi meistara í Manchester City. Það er jafnmikið forskot og bæði lið Manchester City frá 2017-18 og lið Liverpool frá 2019-20. Bæði þau lið unnu enska meistaratitilinn. 1993-94 liðið hjá United endaði sem enskur meistari með 92 stig en í öðru sætinu var Blackburn Rovers með átta stigum minna. Eric Cantona var í aðalhlutverki í þessu United liði með átján deildarmörk en Ryan Giggs skoraði 13 mörk og Mark Hughes var með 12 mörk. Eftir tólf leiki haustið 1993 hafði Cantona skorað fjögur mörk en Íslandsvinurinn Lee Sharpe og Mark Hughes voru markahæstir með fimm mörk. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague)
Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira