Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 23:17 Roy Keane er ekki alveg búinn að skrifa undir það að dóttir hans standi við það að giftast Taylor Harwood-Bellis. Getty/James Gill - Taylor Harwood-Bellis opnaði markareikning sinn fyrir enska landsliðið í stórsigri á Írlandi í Þjóðadeildinni. Í ljós kom að verðandi tengdafaðir hans var í myndverinu hjá Sky Sports. Harwood-Bellis er 22 ára miðvörður Southampton og var þarna að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann hafði aldrei skorað í 26 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið en þarna tók hann aðeins sautján mínútur að opna markareikning sinn fyrir enska A-landsliðið. Harwood-Bellis kom inn á sem varamaður fyrir Kyle Walker á 62. mínútu og skoraði síðan fimmta og síðasta mark enska landsliðsins á 79. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Jude Bellingham. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var sú staðreynd að verðandi tengdafaðir hans er enginn annar en Roy Keane. Hann var líka í sjónvarpsútsendingunni að fjalla um leikinn á Sky Sports. Harwood-Bellis er trúlofaður Leuh Keane, dóttir Keane. Roy Keane varð hálfvandræðalegur þegar talið barst að þessu. Kannski vakti það enn meiri athygli að Keane er ekki pottþéttur á því að það verði af þessari boðuðu giftingu. Keane er auðvitað Íri og að baki 67 landsleiki fyrir Íra og tengdasonurinn því að skora á móti hans landsliði. „Þetta er nú súrsætt fyrir mig,“ sagði Roy Keane. „Það er samt ekkert öruggt ennþá. Ég get nefnilega sagt ykkur það að hlutirnir geta oft breyst fljótt á Keane heimilinu,“ sagði Keane og glotti. Leah Keane er ein af fimm börnum Keane og hann kallar hana vanalega númer fjögur á samfélagsmiðlum. Hann er líkur duglegur að ýta undir þá mýtu að það sé ekkert grín að eiga Keane sem tengdaföður. „Númer fjögur heldur kannski af því að hún býr í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð að ég mæti ekki til hennar í tesopa. Alltaf að fylgjast með,“ skrifaði Roy Keane einu sinni á X-ið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Harwood-Bellis er 22 ára miðvörður Southampton og var þarna að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann hafði aldrei skorað í 26 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið en þarna tók hann aðeins sautján mínútur að opna markareikning sinn fyrir enska A-landsliðið. Harwood-Bellis kom inn á sem varamaður fyrir Kyle Walker á 62. mínútu og skoraði síðan fimmta og síðasta mark enska landsliðsins á 79. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Jude Bellingham. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var sú staðreynd að verðandi tengdafaðir hans er enginn annar en Roy Keane. Hann var líka í sjónvarpsútsendingunni að fjalla um leikinn á Sky Sports. Harwood-Bellis er trúlofaður Leuh Keane, dóttir Keane. Roy Keane varð hálfvandræðalegur þegar talið barst að þessu. Kannski vakti það enn meiri athygli að Keane er ekki pottþéttur á því að það verði af þessari boðuðu giftingu. Keane er auðvitað Íri og að baki 67 landsleiki fyrir Íra og tengdasonurinn því að skora á móti hans landsliði. „Þetta er nú súrsætt fyrir mig,“ sagði Roy Keane. „Það er samt ekkert öruggt ennþá. Ég get nefnilega sagt ykkur það að hlutirnir geta oft breyst fljótt á Keane heimilinu,“ sagði Keane og glotti. Leah Keane er ein af fimm börnum Keane og hann kallar hana vanalega númer fjögur á samfélagsmiðlum. Hann er líkur duglegur að ýta undir þá mýtu að það sé ekkert grín að eiga Keane sem tengdaföður. „Númer fjögur heldur kannski af því að hún býr í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð að ég mæti ekki til hennar í tesopa. Alltaf að fylgjast með,“ skrifaði Roy Keane einu sinni á X-ið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira