Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 19:08 Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar. vísir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “ Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Sjá meira
Tilefni þess að fréttastofa tók Þórarinn Inga tali er dómur héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því er slegið föstu að breytingar á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Breytingarnar sneru að því að gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. Ástæða þess að meðferð málsins var talin stangast á við stjórnarskrá er að málið hafi ekki verið rætt við þrjár umræður. Frumvarpinu hafi verið breytt of mikið í nefnd og breytingarnar ekki ræddar með réttu móti. Þórarinn Ingi, sem var framsögumaður málsins, var sakaður um að gæta sérhagsmuna við meðferð málsins, í ljósi kaupa sem áttu sér stað eftir lagasetninguna. Þórarinn átti hlut í Búsæld, félagi sem átti hlutafé Kjarnafæði Norðlenska. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á síðarnefnda félaginu gengu í gegn vegna lagabreytingarinnar en Þórarinn tók ákvörðun um að selja ekki sinn hlut í Búsæld. Lögfræðingar hafi samþykkt Í samtali við fréttastofu bendir Þórarinn í fyrsta lagi á að aðilar að málinu hafi verið Innes og Samkeppniseftirlitið. „Báðir þessir aðilar hafa lýst yfir andstöðu við búvörulögin,“ segir Þórarinn Ingi. Þá bendir hann á að lögfræðingar nefndarsviðs Alþingis hafi ekki talið að atvinnuveganefnd hafi farið út fyrir rammann hvað varðar breytingu á frumvarpinu. Varðandi ummæli dómsins, um að lagafrumvarpið sem nefndin hafi tekið til meðferðar og þess sem samþykkt var hafi lítið sem ekkert sameiginlegt, segir Þórarinn Ingi: „Því er ég alfarið ósammála. Markmið og tilgangur laganna er sá sami. Breytingin felst í því að heimildin er víkkuð, afmarkast ekki við meirihlutaeigu bænda heldur þeirra sem eru að vinna við kjötafurðir. Það var mat nefndarinnar.“ Fannst óeðlilegt að selja hlutinn Markmið laganna hafi verið að bæta starfsumhverfið og hagræða, með það að augnamiði að borga bændum hærra verð án þess að það komi niður á neytendum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að samkeppni á matvælamarkaði er að megninu til erlendis frá. Það eru einhverjir tollar á einhverjum vörum, en langt því frá öllum. Þess vegna var farið í þessa vegferð.“ Er ekki óeðlilegt að samkeppnislög gildi ekki um til dæmis Kaupfélag skagfirðinga, sem er líka innflutningsaðili? „Nú er það þannig að frumvarpið snýr að því framleiðendafélögum. Kaupfélag skagfirðinga breytti samþykktum sínum og varð framleiðendafélag til að þeir gætu ekki undirgengist þessar reglur sem settar voru,“ segir Þórarinn og bendir á að Innes, aðili dómsmálsins, sé ekki framleiðendafélag. Seldir þú hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei. Ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt þegar þetta kom upp.“ Beittu fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga sér til að hafa áhrif á nefndina? „Fulltrúar frá fyrirtækjum í landbúnaði komu fyrir nefndina, eins og gengur í vinnslu svona mála. Samtök verslunar- og þjónustu og fleiri aðilar komu.“ Eins og áður segir voru margir hagsmunaaðilar andvígir lögunum. Þórarinn segir það ekki hafa komið á óvart. „Það er ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar“. Hann telur að málið fari á æðra dómstig. „Mér finnst það eðlilegt, og að málið verði tekið föstum tökum. Ég hef trú á því að Samkeppniseftirlitið fylgi því eftir. “
Búvörusamningar Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Sjá meira