Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 17:07 Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Vísir/Arnar Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“ Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur sló því föstu í dag að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Haukur hefur látið málið sig varða frá fleiri en einni hlið. Í haust kærði Haukur Þórarinn Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins til siðanefndar þingsins vegna afskipta hans af búvörulögunum. Taldi hann Þórarinn vanhæfan vegna eignarhlutar hans í afurðastöð sem hafi stangast á við almannahagsmuni. „Það mál er enn í vinnslu,“ segir Haukur. „Formreglur, líkt og reglan um þrjár umræður, eru allar settar til þess að einhver ákveðin efnismeðferð eigi sér stað. Alþingi hefur ekki haft skriflegar efnisreglur. Það þarf að gera sérstakar reglur um hvað það má breyta frumvarpi mikið við meðferð þingsins, til þess að það teljist hafa fengið þrjár umræður." Haukur hefur sjálfur skrifað bók um ákvæði stjórnarskrár og þingskaparlaga sem kveður á um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. „Í þessu tilfelli var alveg ljóst að lagabreytingin fékk bara tvær umræður, þannig það var ekki undan því vikist að dæma eins og dæmt var,“ segir Haukur. Hann segir alveg ljóst að um réttan dóm sé að ræða en reiknar með að hann komi til kasta Hæstaréttar. „Ég ætla ekki að lofa því að þetta fari eins á öllum dómstigum, en ég lofa því að ég hef sömu afstöðu til þess að dómurinn sé réttur, hvernig sem fer á öðrum dómstigum“
Búvörusamningar Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira