Pútín óskar Trump til hamingju Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. nóvember 2024 08:44 Pútín tók vel í að hefja samtal við Trump um framtíð Úkraínustríðsins. Getty Images Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur óskað Donald Trump til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum vestra á dögunum. Úrslit urðu ljós á miðvikudagsmorgun en Pútín beið fram á fimmtudagskvöld til þess að tjá sig málið. Þá var hann staddur á ráðstefnu í borginni Sochi við Svartahaf þar sem sigur Trumps barst í tal. Pútín kallaði Trump afar hugaðan einstakling og lýsti aðdáun sinni á því hvernig Trump brást við þegar reynt var að ráða hann af dögum í sumar. Pútín sagði einnig að sótt hafi verið að Trump úr öllum áttum í baráttunni og að þrátt fyrir það hafi hann farið með sigur af hólmi. Afstaða Trumps til stríðsins í Úkraínu og innrásar Rússa hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum, enda segist Trump ætla að stöðva átökin á örskömmum tíma, án þess að fara mjög náið út í hvernig það verði gert. Telja margir að það gæti þýtt að vesturlönd fallist á kröfur Rússa um að Úkraína láti af hendi stór landsvæði í austurhluta landsins og gefi Krímskaga alfarið upp á bátinn. Rússlandsforseti vék að þessum ummælum í gær og sagði þau allrar athygli verð og að hann væri reiðubúinn til þess að hefja samtal við Trump um málið. Donald Trump Vladimír Pútín Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Rússland Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Úrslit urðu ljós á miðvikudagsmorgun en Pútín beið fram á fimmtudagskvöld til þess að tjá sig málið. Þá var hann staddur á ráðstefnu í borginni Sochi við Svartahaf þar sem sigur Trumps barst í tal. Pútín kallaði Trump afar hugaðan einstakling og lýsti aðdáun sinni á því hvernig Trump brást við þegar reynt var að ráða hann af dögum í sumar. Pútín sagði einnig að sótt hafi verið að Trump úr öllum áttum í baráttunni og að þrátt fyrir það hafi hann farið með sigur af hólmi. Afstaða Trumps til stríðsins í Úkraínu og innrásar Rússa hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum, enda segist Trump ætla að stöðva átökin á örskömmum tíma, án þess að fara mjög náið út í hvernig það verði gert. Telja margir að það gæti þýtt að vesturlönd fallist á kröfur Rússa um að Úkraína láti af hendi stór landsvæði í austurhluta landsins og gefi Krímskaga alfarið upp á bátinn. Rússlandsforseti vék að þessum ummælum í gær og sagði þau allrar athygli verð og að hann væri reiðubúinn til þess að hefja samtal við Trump um málið.
Donald Trump Vladimír Pútín Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Rússland Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira