Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 17:22 Joe Biden ávarpaði Bandaríkjamenn að forsetakosningum loknum. EPA „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“ Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Þar tilkynnti Biden að hann væri búinn að ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Kamölu Harris varaforseta sem laut í lægra haldi í forsetakosningunum vestanhafs. „Í gær ræddi ég við Trump og óskaði honum til hamingju með kosningasigurinn. Ég sagðist ætla að ábyrgjast það að mín ríkisstjórn myndi vinna með hans teymi til að til að tryggja friðsamleg og örugg valdaskipti. Það er það sem ameríska þjóðin á skilið,“ sagði Biden. Hann hrósaði Kamölu Harris einnig hástert og sagði að hún og hennar teymi gætu verið stolt af kosningabaráttu hennar sem hafi leitt í ljós dug hennar og karakter. „Baráttan um sál Ameríku hefur frá stofnun birst sem óendanleg rökræða, og hún er það enn í dag. Ég veit að í hugum sumra gengur nú í garð tími sigra, en aðrir líta á þetta sem tap. Kosningabarátta sem þessi er keppni um mismunandi sýn þar sem fólk þarf að gera upp á milli tveggja valkosta. Við virðum niðurstöðu þjóðarinnar. Ég hef oft sagt að maður getur ekki bara elskað landið sitt þegar maður sigrar. Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála.“ Biden hélt því jafnframt fram að kosningar í Bandaríkjunum væru sanngjarnar og gagnsæjar. Fólk mætti treysta því. Hann bað jafnframt fólk að gleyma ekki árangri síðustu fjögurra ára. „Þetta hefur verið söguleg forsetatíð, ekki vegna þess að ég var forseti heldur vegna þess sem við gerðum, og þið gerðuð.“
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira