Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2024 14:06 Margar götur Valencia eru enn stíflaðar og liggja bílar eins og hráviði víða um borgina. AP/Alberto Saiz Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. Þrír hinna látnu voru í Castilla-La Mancha og Andalúsíu. Í gærkvöldi var tala látinna komin í 155. Samhliða hækkun fjölda látinna hefur reiði íbúa í garð yfirvalda einnig aukist. Eins og þekkt er varð mikið úrhelli á Spáni á þriðjudagskvöld og miðvikudagsmorgun sem leiddi meðal annars til þess að götur Valencia líktust stórfljótum. Margar götur borgarinnar eru enn stíflaðar með aur og bílum og í sumum tilfellum eru íbúar fastir á heimilum sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Miklir þurrkar hafa verið á Spáni síðustu tvö ár og þykir það hafa gert flóðin mun verri en ella. Er það sökum þess hve þurr og harður jarðvegurinn var og flaut mest allt vatnið því einfaldlega ofan á honum. Um sautján hundruð hermenn eru samkvæmt El País að störfum við hreinsun og björgun á svæðinu og hafa forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Spánar heitið allri þeirri aðstoð sem þörf er á. Kona hvílir sig við hreinsunarstörf.AP/Alberto Saiz Íbúar segjast þó ósáttir. „Ástandið er ótrúlega. Þetta voru hamfarir og það er mjög litla hjálp að fá,“ sagði Emilio Cuartero, íbúi úthverfis Valencia við AP fréttaveituna. Hann sagði íbúa þurfa matvæli og einnig vinnuvélar til að auðvelda hreinsun og björgunarstörf. Íbúar hafa einnig kvartað yfir skorti á öðrum nauðsynjum eins og lyfjum. Í Chiva, nærri Valencia, mældist meiri rigning á átta klukkustundum en mælst hafði í bænum á síðustu tuttugu mánuðum. Heilu húsin eru sögð hafa horfið í meðfylgjandi flóðum á svæðinu og er margra saknað. Hversu margra, liggur ekki fyrir enn en óttast er að margir sitji enn fastir í bílum eða byggingum á svæðinu. Einn íbúi Chiva sagði í samtali við AP að hann hefði misst allt í flóðunum. Hefði flúið fimm mínútum seinna en hann gerði hefði hann einnig tapað lífinu. Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01 Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Þrír hinna látnu voru í Castilla-La Mancha og Andalúsíu. Í gærkvöldi var tala látinna komin í 155. Samhliða hækkun fjölda látinna hefur reiði íbúa í garð yfirvalda einnig aukist. Eins og þekkt er varð mikið úrhelli á Spáni á þriðjudagskvöld og miðvikudagsmorgun sem leiddi meðal annars til þess að götur Valencia líktust stórfljótum. Margar götur borgarinnar eru enn stíflaðar með aur og bílum og í sumum tilfellum eru íbúar fastir á heimilum sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Miklir þurrkar hafa verið á Spáni síðustu tvö ár og þykir það hafa gert flóðin mun verri en ella. Er það sökum þess hve þurr og harður jarðvegurinn var og flaut mest allt vatnið því einfaldlega ofan á honum. Um sautján hundruð hermenn eru samkvæmt El País að störfum við hreinsun og björgun á svæðinu og hafa forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Spánar heitið allri þeirri aðstoð sem þörf er á. Kona hvílir sig við hreinsunarstörf.AP/Alberto Saiz Íbúar segjast þó ósáttir. „Ástandið er ótrúlega. Þetta voru hamfarir og það er mjög litla hjálp að fá,“ sagði Emilio Cuartero, íbúi úthverfis Valencia við AP fréttaveituna. Hann sagði íbúa þurfa matvæli og einnig vinnuvélar til að auðvelda hreinsun og björgunarstörf. Íbúar hafa einnig kvartað yfir skorti á öðrum nauðsynjum eins og lyfjum. Í Chiva, nærri Valencia, mældist meiri rigning á átta klukkustundum en mælst hafði í bænum á síðustu tuttugu mánuðum. Heilu húsin eru sögð hafa horfið í meðfylgjandi flóðum á svæðinu og er margra saknað. Hversu margra, liggur ekki fyrir enn en óttast er að margir sitji enn fastir í bílum eða byggingum á svæðinu. Einn íbúi Chiva sagði í samtali við AP að hann hefði misst allt í flóðunum. Hefði flúið fimm mínútum seinna en hann gerði hefði hann einnig tapað lífinu.
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01 Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22
Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01
Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55
Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02
Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42