„Við erum ekki slaufunarflokkur“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. október 2024 22:01 Miðflokkurinn er samkvæmt síðustu könnun Maskínu með 15,9 prósenta fylgi og næði 12 mönnum inn á þing. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir skynsemishyggju og innihaldi umfram umbúðum. Hann segir Klausturmálið ekki koma flokknum illa. Það sé þvert á móti traustvekjandi ef það sé eina málið sem fólk geti dregið upp til að draga úr trúverðugleika þeirra. „Mér finnst þetta á vissan hátt traustvekjandi að mál frá því fyrir sex árum, sem var úrskurðað um að hefði verið brot gegn þeim þingmönnum sem þar áttu í hlut, fyrir sex árum og einum kosningum síðan. Að það sé það sem það sem menn hafa helst til að höggva í okkur, þá hugsaði ég þeir eru ekki með mikið þessir,“ sagði Sigmundur Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Þar fór hann yfir stefnu flokksins og hans helstu baráttumál. Hann var fyrstur formanna í formannaspjall fyrir kosningar sem einnig fylgir símatími. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. „Við erum ekki slaufunarflokkur og spurningin er þessi, sem menn mega spyrja sig, hvers konar samfélag viljum við vera?“ spyr Sigmundur. Að hans mati eigi samfélagið ekki að vera þannig að menn séu útilokaðir fyrir lífstíð takist einhverjum að koma höggi á þá einu sinni. „Við erum að fara hér í risastórt verkefni og þá er nauðsynlegt að hafa með fólk sem að þolir ágjöf, er hert í eldi og hefur tekist á við erfiðleika og unnið sig út úr þeim með ýmsum hætti og staðið upp,“ segir Sigmundur og að þau þurfi fólk sem sé til í slaginn. Þegar Sigmundur fór yfir það hvað flokkurinn stendur fyrir sagði hann marga flokka hafa gleymt gildum sínum og stundi þess í stað umbúðastjórnmál. Miðflokkurinn stundi ekki þannig stjórnmál og lofi engu sem þau geti ekki staðið við. Þörf á nýjum útlendingalögum Í þættinum fór hann til dæmis yfir stefnu flokksins í útlendingamálum. Miðflokkurinn sé ekki á móti því að fá útlendinga heldur verði að hafa einhver takmörk á því hversu hratt það gerist. Hvað varðar hælisleitendur vísar hann í pólitík Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Markmið hennar væri að enginn kæmi til Danmerkur til að sækja um hæli. Þau myndu auðvitað taka á móti þeim sem kæmu en að Danir vilji stjórna því sjálf hverjir koma. „Þú þarft útlendingalög sem taka tillit til aðstæðna eins og þær eru núna,“ segir Sigmundur Davíð og að Miðflokkurinn vilji fá alveg ný útlendingalög. Það þurfi að hafa í huga að það kosti að taka á móti fólki en það þurfi að forgangsraða þannig að hægt sé að hjálpa sem flestum í mestri neyð. Sigmundur Davíð ræddi einnig efnahagsmálin og húsnæðismálin. Hann segir að hér væri ekki húsnæðisvandi ef svo margt fólk streymdi ekki að. Hér hefði verið hægt að byggja brýr, safna sorpi og þjónusta fólk án þess að það væri allt gert af útlendingum. Hann segir ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem ekki bætir við heildarhag þjóðarinnar. „Ef ekki væri þetta mikla innstreymi fólks frá öðrum löndum til Íslands þá væri enginn húsnæðisskortur,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta skapi keðjuverkun sem leiði til þess að fleira fólk þarf að koma til að byggja fleiri hús og það kalli svo aftur á fleira fólk í þau störf sem skapist. „Þú þarft að líta á heildarmyndina og ekki reka hagkerfi á innfluttu láglaunavinnuafli.“ Schengen virki illa Sigmundur telur að með því að ná stjórn á landamærunum verði hægt að koma lagi á heilbrigðiskerfið, menntakerfið og ná böndum á húsnæðisvandanum. Jóhanna Vilhjálmsdóttir þáttastjórnandi benti honum þó á að meirihluti þeirra sem hingað koma erlendis frá eru frá Schengen-svæðinu og þurfa ekkert sérstakt leyfi til að koma hingað frekar en Íslendingar þurfi til að ferðast innan svæðisins. Sigmundur segir Schengen í raun ekki virka. Markmiðið hafi verið að lífskjörin ættu að vera svipuð í löndunum en það sé ekki þannig. Það sé hægt að koma til Íslands og vinna í einhverja mánuði, verða atvinnulaus og þiggja atvinnuleysisbætur héðan. Fara svo aftur til síns heimalands og vera á atvinnuleysisbótum héðan og lifa betra lífi þar en að vera í launaðri vinnu í sínu heimalandi. Það þurfi að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu. Sigmundur segir að koma verð í veg fyrir gloppur innan EES og að kerfið sé misnotað. Fólk eigi að geta komið hingað til að vinna en það sé ekki hvati til að koma hingað til að þiggja bætur úr kerfinu. Ekki vindmylluaðdáandi en borðar hvalkjöt Að því loknu tók við símatími í þættinum. Þar hringdi fólk inn til að spyrja um til dæmis hvalveiðar sem flokkurinn styður og um vindorku en Sigmundur segist ekki mikill aðdáandi vindmylla. Þá var einnig spurt um verðtryggingu sem Miðflokkurinn hefur á sinni stefnu að losna við. Hvað varðar stjórnarmyndunarumboð og samstarfsflokka segir Sigmundur að eftir kosningar velti allt á þingstyrk. Fái Miðflokkurinn sterka niðurstöðu verði líklega hægt að tala við hvaða flokk sem er. Sigmundur segir að meira verði að gera fyrir ungt fólk í fíkni- eða hegðunarvanda. Það snúi að fjármagni í flokkinn en einnig að stefnu. Málaflokkurinn hafi ekki verið skoðaður heildstætt og það þurfi að breyta kerfinu. Þá ræddi Sigmundur einnig málefni öryrkja og byggingaframkvæmdir. Miðflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Evrópusambandið Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15 Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson snúa aftur Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins tillögu uppstillingarnefndar um framboðslitann í kjördæminu 28. október 2024 21:53 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31 Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Mér finnst þetta á vissan hátt traustvekjandi að mál frá því fyrir sex árum, sem var úrskurðað um að hefði verið brot gegn þeim þingmönnum sem þar áttu í hlut, fyrir sex árum og einum kosningum síðan. Að það sé það sem það sem menn hafa helst til að höggva í okkur, þá hugsaði ég þeir eru ekki með mikið þessir,“ sagði Sigmundur Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Þar fór hann yfir stefnu flokksins og hans helstu baráttumál. Hann var fyrstur formanna í formannaspjall fyrir kosningar sem einnig fylgir símatími. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. „Við erum ekki slaufunarflokkur og spurningin er þessi, sem menn mega spyrja sig, hvers konar samfélag viljum við vera?“ spyr Sigmundur. Að hans mati eigi samfélagið ekki að vera þannig að menn séu útilokaðir fyrir lífstíð takist einhverjum að koma höggi á þá einu sinni. „Við erum að fara hér í risastórt verkefni og þá er nauðsynlegt að hafa með fólk sem að þolir ágjöf, er hert í eldi og hefur tekist á við erfiðleika og unnið sig út úr þeim með ýmsum hætti og staðið upp,“ segir Sigmundur og að þau þurfi fólk sem sé til í slaginn. Þegar Sigmundur fór yfir það hvað flokkurinn stendur fyrir sagði hann marga flokka hafa gleymt gildum sínum og stundi þess í stað umbúðastjórnmál. Miðflokkurinn stundi ekki þannig stjórnmál og lofi engu sem þau geti ekki staðið við. Þörf á nýjum útlendingalögum Í þættinum fór hann til dæmis yfir stefnu flokksins í útlendingamálum. Miðflokkurinn sé ekki á móti því að fá útlendinga heldur verði að hafa einhver takmörk á því hversu hratt það gerist. Hvað varðar hælisleitendur vísar hann í pólitík Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Markmið hennar væri að enginn kæmi til Danmerkur til að sækja um hæli. Þau myndu auðvitað taka á móti þeim sem kæmu en að Danir vilji stjórna því sjálf hverjir koma. „Þú þarft útlendingalög sem taka tillit til aðstæðna eins og þær eru núna,“ segir Sigmundur Davíð og að Miðflokkurinn vilji fá alveg ný útlendingalög. Það þurfi að hafa í huga að það kosti að taka á móti fólki en það þurfi að forgangsraða þannig að hægt sé að hjálpa sem flestum í mestri neyð. Sigmundur Davíð ræddi einnig efnahagsmálin og húsnæðismálin. Hann segir að hér væri ekki húsnæðisvandi ef svo margt fólk streymdi ekki að. Hér hefði verið hægt að byggja brýr, safna sorpi og þjónusta fólk án þess að það væri allt gert af útlendingum. Hann segir ekki sjálfbært að flytja inn vinnuafl sem ekki bætir við heildarhag þjóðarinnar. „Ef ekki væri þetta mikla innstreymi fólks frá öðrum löndum til Íslands þá væri enginn húsnæðisskortur,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta skapi keðjuverkun sem leiði til þess að fleira fólk þarf að koma til að byggja fleiri hús og það kalli svo aftur á fleira fólk í þau störf sem skapist. „Þú þarft að líta á heildarmyndina og ekki reka hagkerfi á innfluttu láglaunavinnuafli.“ Schengen virki illa Sigmundur telur að með því að ná stjórn á landamærunum verði hægt að koma lagi á heilbrigðiskerfið, menntakerfið og ná böndum á húsnæðisvandanum. Jóhanna Vilhjálmsdóttir þáttastjórnandi benti honum þó á að meirihluti þeirra sem hingað koma erlendis frá eru frá Schengen-svæðinu og þurfa ekkert sérstakt leyfi til að koma hingað frekar en Íslendingar þurfi til að ferðast innan svæðisins. Sigmundur segir Schengen í raun ekki virka. Markmiðið hafi verið að lífskjörin ættu að vera svipuð í löndunum en það sé ekki þannig. Það sé hægt að koma til Íslands og vinna í einhverja mánuði, verða atvinnulaus og þiggja atvinnuleysisbætur héðan. Fara svo aftur til síns heimalands og vera á atvinnuleysisbótum héðan og lifa betra lífi þar en að vera í launaðri vinnu í sínu heimalandi. Það þurfi að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu. Sigmundur segir að koma verð í veg fyrir gloppur innan EES og að kerfið sé misnotað. Fólk eigi að geta komið hingað til að vinna en það sé ekki hvati til að koma hingað til að þiggja bætur úr kerfinu. Ekki vindmylluaðdáandi en borðar hvalkjöt Að því loknu tók við símatími í þættinum. Þar hringdi fólk inn til að spyrja um til dæmis hvalveiðar sem flokkurinn styður og um vindorku en Sigmundur segist ekki mikill aðdáandi vindmylla. Þá var einnig spurt um verðtryggingu sem Miðflokkurinn hefur á sinni stefnu að losna við. Hvað varðar stjórnarmyndunarumboð og samstarfsflokka segir Sigmundur að eftir kosningar velti allt á þingstyrk. Fái Miðflokkurinn sterka niðurstöðu verði líklega hægt að tala við hvaða flokk sem er. Sigmundur segir að meira verði að gera fyrir ungt fólk í fíkni- eða hegðunarvanda. Það snúi að fjármagni í flokkinn en einnig að stefnu. Málaflokkurinn hafi ekki verið skoðaður heildstætt og það þurfi að breyta kerfinu. Þá ræddi Sigmundur einnig málefni öryrkja og byggingaframkvæmdir.
Miðflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Evrópusambandið Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15 Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson snúa aftur Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins tillögu uppstillingarnefndar um framboðslitann í kjördæminu 28. október 2024 21:53 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31 Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15
Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson snúa aftur Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins tillögu uppstillingarnefndar um framboðslitann í kjördæminu 28. október 2024 21:53
Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31
Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01