Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. október 2024 13:46 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst, rýnir í glóðvolga könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Vísir/Vilhelm Glæný könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Viðreisn rís umtalsvert. Á milli kannanna fer hún úr 13,8 prósentum upp í 16,2% og þar með er flokkurinn kominn upp fyrir Miðflokkinn og mælist næststærsti flokkur landsins. Könnunin er splunkuný og var tekin dagana 22. - 28 október. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst hafði numið þessa þróun og spáð fyrir um sókn Viðreisnar. „Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkur, og að einhverju leyti Samfylking, tóku upp aðeins harðari talsmáta gagnvart aðkomufólki. Frjálslynda svæðið var svolítið að opnast og Viðreisn hefur tekist að stökkva inn í það og rís núna allnokkuð,“ segir Eiríkur. Samfylkingin heldur áfram að dala lítillega á milli kannanna og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað. Í síðustu könnunum og alveg síðan um miðjan ágúst hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Maskínukönnunum rokkað á milli 13,4% og upp í 13,9%. Þrátt fyrir afdrifaríka ákvörðun formanns flokksins um stjórnarslit virðist hún ein og sér ekki hafa valdið neinum straumhvörfum hvað fylgið varðar. Eiríkur segir að svo virðist sem að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að hægja á blæðingunni yfir til Miðflokksins. „Með svona harðari tóni gagnvart aðkomufólki en þá missir hann frjálslynda fylgið hinum megin út og þá yfir til Viðreisnar“ Á myndinni sést þróun fylgis við stjórnmálaflokka eftir tímasetningu en einnig niðurstöðu þingkosninga 2021.Maskína Eiríkur bendir á að samkvæmt könnuninni mælist einvörðungu sex flokkar inni á þingi en bæði Vinstri græn og Píratar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mælast undir þröskuldinum. Það sama á við um Sósíalista, Lýðræðisflokkinn, Ábyrga framtíð og Græningja. „Atkvæði allra þessara flokka falla þá dauð niður þannig að það yrði ansi mikið af dauðum atkvæðum í þessum kosningum því það eru bara sex flokkar samkvæmt þessu sem mælast inni. Botnbaráttan er alveg svakalega hörð.“ Fylgi Samfylkingarinnar dregst ögn saman á milli kannanna. Toppaði hún of snemma? „Það má kannski segja það að einhverju leyti. Þetta á nú eftir að koma allt saman í ljós þegar talið verið upp úr kjörkössunum. Flokkurinn reis náttúrulega í svimandi hæðir og það var kannski aldrei viðbúið að hann myndi halda öllu því fylgi sem að flokknum sópaðist um tíma.“ Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst hafði numið þessa þróun og spáð fyrir um sókn Viðreisnar. „Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkur, og að einhverju leyti Samfylking, tóku upp aðeins harðari talsmáta gagnvart aðkomufólki. Frjálslynda svæðið var svolítið að opnast og Viðreisn hefur tekist að stökkva inn í það og rís núna allnokkuð,“ segir Eiríkur. Samfylkingin heldur áfram að dala lítillega á milli kannanna og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað. Í síðustu könnunum og alveg síðan um miðjan ágúst hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Maskínukönnunum rokkað á milli 13,4% og upp í 13,9%. Þrátt fyrir afdrifaríka ákvörðun formanns flokksins um stjórnarslit virðist hún ein og sér ekki hafa valdið neinum straumhvörfum hvað fylgið varðar. Eiríkur segir að svo virðist sem að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að hægja á blæðingunni yfir til Miðflokksins. „Með svona harðari tóni gagnvart aðkomufólki en þá missir hann frjálslynda fylgið hinum megin út og þá yfir til Viðreisnar“ Á myndinni sést þróun fylgis við stjórnmálaflokka eftir tímasetningu en einnig niðurstöðu þingkosninga 2021.Maskína Eiríkur bendir á að samkvæmt könnuninni mælist einvörðungu sex flokkar inni á þingi en bæði Vinstri græn og Píratar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mælast undir þröskuldinum. Það sama á við um Sósíalista, Lýðræðisflokkinn, Ábyrga framtíð og Græningja. „Atkvæði allra þessara flokka falla þá dauð niður þannig að það yrði ansi mikið af dauðum atkvæðum í þessum kosningum því það eru bara sex flokkar samkvæmt þessu sem mælast inni. Botnbaráttan er alveg svakalega hörð.“ Fylgi Samfylkingarinnar dregst ögn saman á milli kannanna. Toppaði hún of snemma? „Það má kannski segja það að einhverju leyti. Þetta á nú eftir að koma allt saman í ljós þegar talið verið upp úr kjörkössunum. Flokkurinn reis náttúrulega í svimandi hæðir og það var kannski aldrei viðbúið að hann myndi halda öllu því fylgi sem að flokknum sópaðist um tíma.“
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01