Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Kolbeinn Tumi Daðason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 28. október 2024 12:01 Inga Sæland hefur ástæðu til að fagna en það sama er ekki hægt að segja um Gísla Rafn Ólafsson og hans fólk hjá Pírötum. vísir/Hulda Margrét Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. Samfylkingin mælist enn sem fyrr stærsti flokkurinn þótt fylgið hafi dalað nokkuð frá því í vor, þegar hún var að mælast með um 27 prósent. Nú mælist Samfylkingin með 22,2 prósent og dalar örlítið milli mánaða. Viðreisn hefur hinsvegar sótt mikið í sig veðrið undanfarið og mælist nú næst stærsti flokkurinn á þingi með 16,2 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Miðflokkurinn með 15,9 níu prósent en Miðflokksmenn hafa verið í öðru sæti í undanförnum Maskínukönnunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hennar fólk í Viðreisn skýst upp fyrir Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Munurinn er þó ómarktækur.Vísir/Hulda Margrét Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rétt tæp fjórtán prósent atkvæða, sem er mjög svipuð niðurstaða og í síðustu könnunum. Flokkur fólksins tekur hins vegar stökk á milli kannanna eftir að tilkynnt var um nýja oddvita og brotthvarf tveggja þingmanna. Flokkurinn mælist nú með 9,3 prósent en mældist með 6,6 prósent í síðustu könnun Maskínu. Framsóknarflokkurinn yrði síðan síðasti flokkurinn til að koma mönnum á þing, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við þessa nýju könnun. Flokkurinn mælist nú með 6.9 prósent. Aðrir flokkar, og þar á meðal Píratar og VG, sem nú eru á þingi, ná ekki mönnum inn. Miðað við þingstyrk á landsvísu segir Maskína að þingsæti skiptist þá á þann veg að Samfylkingin fengi sautján þingsæti. Viðreisn fengi tólf, Miðflokkurinn einnig tólf og Sjálfstæðisflokkurinn tíu. Flokkur fólksins næði sjö þingmönnum inn og Framsóknarflokkur yrði minnsti flokkurinn, með fimm þingsæti. Ef rýnt er í hvert kjördæmi fyrir sig má sjá að flokkar á borð við Sósíalistaflokkinn, Pírata og Vinstri græn gætu náð inn þingmanni í einstaka kjördæmi. Kyn, aldur, búseta, menntun og tekjur Áhugavert er að rýna í fylgi flokkanna eftir öðrum breytum, svo sem kynjum, aldri, búsetu, menntun, tekjum og í einstökum kjördæmum eins og sjá má á myndinni að neðan. Fylgi eftir ólíkum breytum.Maskína Munurinn á kynjunum er áberandi mestur hjá Miðflokknum. Rúmlega 21 prósent karla hyggjast greiða flokknum atkvæði sitt en tæplega tíu prósent kvenna. Flokkur fólksins höfðar á móti frekar til kvenna eða 11 prósent en 7,8 prósent karla styðja flokkinn. Viðreisn virðist höfða mun frekar til unga fólksins en þeirra eldri. Flokkurinn hefur yfir 22 prósenta fylgi hjá 18-29 ára en rúmlega átta prósenta fylgi hjá sextíu ára og eldri. Á hinn bóginn heldur Sjálfstæðisflokkurinn í 20 prósenta fylgi hjá þeim elstu á meðan fylgið er nær tíu prósentum hjá yngra fólki. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin sækir fylgi sitt mest til Reykjavíkur eða 27,5 prósent á meðan fylgið á Austurlandi er rúm ellefu prósent. Hið sama gildir um Viðresin sem er langsterkust á höfuðborgarsvæðinu. Miðflokkurinn hefur mest fylgi allra á Vesturlandi og Vestfjörðum eða rúmlega 26 prósent en rúm 12 prósent í Reykjavík. Fólk með háskólamenntun kýs frekar Samfylkinguna og Viðreisn á meðan fólk með grunnskólapróf horfir til Miðflokksins og Flokks fólksins. Kjósendum Viðreisnar fjölgar með hækkandi tekjum og sama er uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir efnaminni horfa til flokks fólksins sem andar ofan í hálsmál Samfylkingarinnar sem annar stærsti flokkurinn hjá þeim tekjulægstu. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, bústeu og menntun. Könnunin fór fram dagana 22. til 28. október og voru 1.708 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Samfylkingin mælist enn sem fyrr stærsti flokkurinn þótt fylgið hafi dalað nokkuð frá því í vor, þegar hún var að mælast með um 27 prósent. Nú mælist Samfylkingin með 22,2 prósent og dalar örlítið milli mánaða. Viðreisn hefur hinsvegar sótt mikið í sig veðrið undanfarið og mælist nú næst stærsti flokkurinn á þingi með 16,2 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Miðflokkurinn með 15,9 níu prósent en Miðflokksmenn hafa verið í öðru sæti í undanförnum Maskínukönnunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hennar fólk í Viðreisn skýst upp fyrir Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Munurinn er þó ómarktækur.Vísir/Hulda Margrét Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rétt tæp fjórtán prósent atkvæða, sem er mjög svipuð niðurstaða og í síðustu könnunum. Flokkur fólksins tekur hins vegar stökk á milli kannanna eftir að tilkynnt var um nýja oddvita og brotthvarf tveggja þingmanna. Flokkurinn mælist nú með 9,3 prósent en mældist með 6,6 prósent í síðustu könnun Maskínu. Framsóknarflokkurinn yrði síðan síðasti flokkurinn til að koma mönnum á þing, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við þessa nýju könnun. Flokkurinn mælist nú með 6.9 prósent. Aðrir flokkar, og þar á meðal Píratar og VG, sem nú eru á þingi, ná ekki mönnum inn. Miðað við þingstyrk á landsvísu segir Maskína að þingsæti skiptist þá á þann veg að Samfylkingin fengi sautján þingsæti. Viðreisn fengi tólf, Miðflokkurinn einnig tólf og Sjálfstæðisflokkurinn tíu. Flokkur fólksins næði sjö þingmönnum inn og Framsóknarflokkur yrði minnsti flokkurinn, með fimm þingsæti. Ef rýnt er í hvert kjördæmi fyrir sig má sjá að flokkar á borð við Sósíalistaflokkinn, Pírata og Vinstri græn gætu náð inn þingmanni í einstaka kjördæmi. Kyn, aldur, búseta, menntun og tekjur Áhugavert er að rýna í fylgi flokkanna eftir öðrum breytum, svo sem kynjum, aldri, búsetu, menntun, tekjum og í einstökum kjördæmum eins og sjá má á myndinni að neðan. Fylgi eftir ólíkum breytum.Maskína Munurinn á kynjunum er áberandi mestur hjá Miðflokknum. Rúmlega 21 prósent karla hyggjast greiða flokknum atkvæði sitt en tæplega tíu prósent kvenna. Flokkur fólksins höfðar á móti frekar til kvenna eða 11 prósent en 7,8 prósent karla styðja flokkinn. Viðreisn virðist höfða mun frekar til unga fólksins en þeirra eldri. Flokkurinn hefur yfir 22 prósenta fylgi hjá 18-29 ára en rúmlega átta prósenta fylgi hjá sextíu ára og eldri. Á hinn bóginn heldur Sjálfstæðisflokkurinn í 20 prósenta fylgi hjá þeim elstu á meðan fylgið er nær tíu prósentum hjá yngra fólki. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin sækir fylgi sitt mest til Reykjavíkur eða 27,5 prósent á meðan fylgið á Austurlandi er rúm ellefu prósent. Hið sama gildir um Viðresin sem er langsterkust á höfuðborgarsvæðinu. Miðflokkurinn hefur mest fylgi allra á Vesturlandi og Vestfjörðum eða rúmlega 26 prósent en rúm 12 prósent í Reykjavík. Fólk með háskólamenntun kýs frekar Samfylkinguna og Viðreisn á meðan fólk með grunnskólapróf horfir til Miðflokksins og Flokks fólksins. Kjósendum Viðreisnar fjölgar með hækkandi tekjum og sama er uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir efnaminni horfa til flokks fólksins sem andar ofan í hálsmál Samfylkingarinnar sem annar stærsti flokkurinn hjá þeim tekjulægstu. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu sem er þjóðhópur sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, bústeu og menntun. Könnunin fór fram dagana 22. til 28. október og voru 1.708 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent