Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2024 22:00 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri. Landsvirkjun Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að virkjunin telst þó vart vera búin að fá grænt ljós. Búið er að kæra virkjunarleyfið, sem Orkustofnun gaf út í síðasta mánuði, og fleiri kærumál eru í gangi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tjáði fréttastofu síðdegis að þrátt fyrir kærur hygðist fyrirtækið setja undirbúning framkvæmda strax á fulla ferð með það að markmiði að þær hæfust fyrir árslok. Sagði hann þörfina svo brýna á meiri orku að það mætti ekki dragast lengur. Inntakslón fyrir Hvammsvirkjun myndast neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Í myndskeiði fréttarinnar má sjá hver sýnilegustu umhverfisáhrif virkjunarinnar verða. Neðan við bæinn Haga neðst í Þjórsárdal myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón og flúðir í ánni fara á kaf. Virkjunin mun hins vegar njóta allra þeirra miðlunarlóna sem þegar eru til staðar ofar á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár á hálendinu og telst þetta lón tiltölulega lítið miðað við svona stóra vatnsaflsvirkjun. Ef allt fer á fullt í vetur verður þessi án efa með stærstu framkvæmdum á Íslandi næstu fjögur árin, ef ekki sú stærsta, en stefnt er að gangsetningu virkjunarinnar snemma árs 2029. Í milljörðum talið má áætla að smíðin kosti á bilinu 60 til 70 milljarða króna. Uppsett afl hennar verður 95 megavött, álíka og í Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Hvammsvirkjun er ætlað að framleiða um 740 gígavattsstundir raforku á ári. Söluverðmæti þeirrar orku má áætla að geti orðið á bilinu 5,5 til 6 milljarðar króna á ári. Þannig gæti þessi virkjun orðið mjög arðbær og hún borgað sig upp á kannski tíu til tólf árum. Teikning af fyrirhugaðri brú yfir Þjórsá. Horft er til norðurs, frá Rangárvallasýslu yfir í Árnessýslu.Vegagerðin Talsverð samgöngubót mun fylgja virkjuninni í uppsveitum Suðurlands. Á móts við þéttbýlið í Árnesi verður lagður nýr vegur vegna framkvæmdanna, Búðafossvegur, með nýrri brú yfir Þjórsá. Vegurinn og brúin munu stytta vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu og telja ráðamenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að brúin muni ásamt öðru styrkja Árnes verulega sem þéttbýlisstað. Sunnlendinga hefur lengi dreymt um að fá brúna, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 sumarið 2009, fyrir fimmtán árum: Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Efnahagsmál Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að virkjunin telst þó vart vera búin að fá grænt ljós. Búið er að kæra virkjunarleyfið, sem Orkustofnun gaf út í síðasta mánuði, og fleiri kærumál eru í gangi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tjáði fréttastofu síðdegis að þrátt fyrir kærur hygðist fyrirtækið setja undirbúning framkvæmda strax á fulla ferð með það að markmiði að þær hæfust fyrir árslok. Sagði hann þörfina svo brýna á meiri orku að það mætti ekki dragast lengur. Inntakslón fyrir Hvammsvirkjun myndast neðan við bæinn Haga.Landsvirkjun Í myndskeiði fréttarinnar má sjá hver sýnilegustu umhverfisáhrif virkjunarinnar verða. Neðan við bæinn Haga neðst í Þjórsárdal myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón og flúðir í ánni fara á kaf. Virkjunin mun hins vegar njóta allra þeirra miðlunarlóna sem þegar eru til staðar ofar á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár á hálendinu og telst þetta lón tiltölulega lítið miðað við svona stóra vatnsaflsvirkjun. Ef allt fer á fullt í vetur verður þessi án efa með stærstu framkvæmdum á Íslandi næstu fjögur árin, ef ekki sú stærsta, en stefnt er að gangsetningu virkjunarinnar snemma árs 2029. Í milljörðum talið má áætla að smíðin kosti á bilinu 60 til 70 milljarða króna. Uppsett afl hennar verður 95 megavött, álíka og í Búðarhálsvirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Hvammsvirkjun er ætlað að framleiða um 740 gígavattsstundir raforku á ári. Söluverðmæti þeirrar orku má áætla að geti orðið á bilinu 5,5 til 6 milljarðar króna á ári. Þannig gæti þessi virkjun orðið mjög arðbær og hún borgað sig upp á kannski tíu til tólf árum. Teikning af fyrirhugaðri brú yfir Þjórsá. Horft er til norðurs, frá Rangárvallasýslu yfir í Árnessýslu.Vegagerðin Talsverð samgöngubót mun fylgja virkjuninni í uppsveitum Suðurlands. Á móts við þéttbýlið í Árnesi verður lagður nýr vegur vegna framkvæmdanna, Búðafossvegur, með nýrri brú yfir Þjórsá. Vegurinn og brúin munu stytta vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu og telja ráðamenn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að brúin muni ásamt öðru styrkja Árnes verulega sem þéttbýlisstað. Sunnlendinga hefur lengi dreymt um að fá brúna, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 sumarið 2009, fyrir fimmtán árum:
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Skipulag Efnahagsmál Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26 Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56
Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. 23. október 2024 21:26
Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands. 16. júlí 2023 22:20