Bann Arnars staðfest og Jón Þór byrjar næsta ár í banni Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 15:56 Jón Þór Hauksson verður í banni í lokaumferðinni um helgina og einnig þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni. vísir/Anton Átta leikmenn og tveir þjálfarar hafa verið úrskurðaðir í bann fyrir hina æsispennandi lokaumferð sem fram undan er í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Enginn leikmanna Víkings og Breiðabliks verður í banni þegar liðin mætast í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudagskvöld. Hins vegar, eins og fram hefur komið, verður Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Arnar fékk sitt þriðja gula spjald í sumar fyrir að hlaupa inn á völlinn í fögnuðinum við hádramatískt sigurmark gegn ÍA á laugardaginn, og hafði einnig fengið gult spjald í Meistarakeppninni 1. apríl. Fjögur gul spjöld þýða eins leiks bann. Arnar hefur einnig fengið tvö rauð spjöld í sumar og missir samtals af fimm leikjum í Bestu deildinni vegna leikbanna í sumar. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður einnig í banni um helgina en hann fékk rautt spjald vegna hegðunar sinnar í garð dómara eftir tapið gegn Víkingum, þar sem mistök dómarans kostuðu Víkinga sigurmark. Jón Þór fékk tveggja leikja bann og verður því einnig í banni þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni á næsta ári. Jón Þór missir af leiknum við Val á laugardag og Valsmenn verða án Bjarna Mark Antonssonar og Kristins Freys Sigurðssonar, vegna uppsafnaðra spjalda. Kristinn er kominn með tíu áminningar á leiktíðinni og Bjarni fjórar. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Val en sigur tryggir liðinu 3. sæti deildarinnar, Evrópusæti. Tapi Valur gæti Stjarnan náð 3. sætinu með sigri gegn FH. Þar verða FH-ingar án Böðvars Böðvarssonar sem kominn er með sjö áminningar. Fjórir í banni frá leiknum á Ísafirði Í neðri hlutanum verða fjórir leikmenn í banni þegar Vestri tekur á móti Fylki á laugardaginn. Gunnar Jónas Hauksson verður ekki með heimamönnum vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í síðustu umferð, og hið sama má segja um Nikulás Val Gunnarsson úr Fylki sem fékk rautt gegn KR. Tveir Fylkismenn til viðbótar, þeir Arnór Breki Ásþórsson og Birkir Eyþórsson, missa af leiknum við Vestra vegna uppsafnaðra áminninga. Vestri þarf sigur til að tryggja sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. Liðið er jafnt HK að stigum en með mun betri markatölu. Annað þessara liða mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. HK-ingar mæta KR í leik sem fram fer á heimavelli Þróttar í Laugardal. Besta deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Enginn leikmanna Víkings og Breiðabliks verður í banni þegar liðin mætast í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudagskvöld. Hins vegar, eins og fram hefur komið, verður Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Arnar fékk sitt þriðja gula spjald í sumar fyrir að hlaupa inn á völlinn í fögnuðinum við hádramatískt sigurmark gegn ÍA á laugardaginn, og hafði einnig fengið gult spjald í Meistarakeppninni 1. apríl. Fjögur gul spjöld þýða eins leiks bann. Arnar hefur einnig fengið tvö rauð spjöld í sumar og missir samtals af fimm leikjum í Bestu deildinni vegna leikbanna í sumar. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður einnig í banni um helgina en hann fékk rautt spjald vegna hegðunar sinnar í garð dómara eftir tapið gegn Víkingum, þar sem mistök dómarans kostuðu Víkinga sigurmark. Jón Þór fékk tveggja leikja bann og verður því einnig í banni þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni á næsta ári. Jón Þór missir af leiknum við Val á laugardag og Valsmenn verða án Bjarna Mark Antonssonar og Kristins Freys Sigurðssonar, vegna uppsafnaðra spjalda. Kristinn er kominn með tíu áminningar á leiktíðinni og Bjarni fjórar. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Val en sigur tryggir liðinu 3. sæti deildarinnar, Evrópusæti. Tapi Valur gæti Stjarnan náð 3. sætinu með sigri gegn FH. Þar verða FH-ingar án Böðvars Böðvarssonar sem kominn er með sjö áminningar. Fjórir í banni frá leiknum á Ísafirði Í neðri hlutanum verða fjórir leikmenn í banni þegar Vestri tekur á móti Fylki á laugardaginn. Gunnar Jónas Hauksson verður ekki með heimamönnum vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í síðustu umferð, og hið sama má segja um Nikulás Val Gunnarsson úr Fylki sem fékk rautt gegn KR. Tveir Fylkismenn til viðbótar, þeir Arnór Breki Ásþórsson og Birkir Eyþórsson, missa af leiknum við Vestra vegna uppsafnaðra áminninga. Vestri þarf sigur til að tryggja sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. Liðið er jafnt HK að stigum en með mun betri markatölu. Annað þessara liða mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. HK-ingar mæta KR í leik sem fram fer á heimavelli Þróttar í Laugardal.
Besta deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira