Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2024 22:48 Björn Brynjúlfur Björnsson Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“ Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“
Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira