Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2024 16:01 Kikka segir þau vilja bjóða fram í öllum kjördæmum. Nái þau ekki inn á þing ætli þau að veita þeim flokkum aðhald sem þar eru. Samsett Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. „Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
„Það er framhaldsaðalfundur á Valkyrjunni í dag klukkan 17 en við verðum í Kringlunni á milli 12 og 17 að safna meðmælum fyrir nafninu Græningjar,“ segir Kikka Sigurðardóttir eigandi Valkyrjunnar og einn stofnenda samtakanna. Hún segir helstu málefni flokksins vera loftslagsmál, náttúruvernd, jafnrétti og mannréttindi. Þá muni þau einnig leggja áherslu á sjálfbærni, dýravernd og að girða fyrir spillingu. Þá vilja þau að öll mál sem varði alla þjóðina fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auk þess vilja þau skoða möguleikann á borgaralaunum og að kerfi samfélagsins sem aðeins þjóni hluta þess verði endurskoðuð. Vilja fólk á öllum aldri „Þetta er allt í vinnslu og við viljum endilega sjá fólk á öllum aldri á framhaldsaðalfundinum, en kannski helst ungt fólk. Við erum í miðri hringiðu akkúrat núna,“ segir Kikka. Þessi stefnumál hafa mörg verið tengd Vinstri grænum? „Einhver þeirra, en alls ekki öll. Vinstri græn eru bara alls ekki búin að vera að standa sig í ríkisstjórn og gátu ekki eini sinni fylgt eftir sinni eigin loftslagsstefnu. Þau fóru inn í einhvern annan heim og gleymdu grænu málunum,“ segir Kikka. Hún segir að það sé hennar von að þau komist á þing en ef það takist ekki séu þau þá allavega orðin af í umræðunni. Flokkarnir verði eflaust allir með græna stefnu en þau muni passa að flokkarnir fylgi þessum stefnum eftir. Stofna fyrst flokkinn og fara svo í meðmælasöfnun Hún segir þau nú vinna að því að safna 300 undirskriftum til að formlega stofna stjórnmálaflokkinn og þegar það er komið á skrá þá verði opnuð fyrir þau gátt inn á island.is þar sem aðrir flokkar safna meðmælum. „Það er hægt að koma í Valkyrjuna eða hitta okkur í Kringlunni,“ segir Kikka en sjálf ætlar hún að vera við Hagkaup að safna undirskriftum. Hún segir unnið að því að móta stefnu flokksins en það verði gert á næstu vikum. Sjálf ætlar hún að fara á lista fyrir flokkinn en það eigi eftir að koma í ljós hverjir muni leiða listana. „Það verða auðvitað hæfustu einstaklingarnir sem leiða. Við höfum tíu og hálfan dag til stefnu,“ segir hún og að þau ætli að vinna hratt næstu daga. Hún segist ekki eiga von á því að það verði erfitt að fylla listana. Það séu margir sem hafi orðið fyrir vonbrigðum með umhverfismálin innan núverandi flokka.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira