Æfur út í eigendur Man. Utd: „Hendi þeim öllum í risapoka af skít“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 23:31 Sir Alex Ferguson er enn fastagestur á leikjum Manchester United. Eric Cantona krefst þess að Jim Ratcliffe og aðrir stjórnendur félagsins sýni Ferguson óendanlega virðingu. Samsett/Getty Eigendur Manchester United hafa ákveðið að endurnýja ekki samning við Sir Alex Ferguson um að starfa sem sendiherra félagsins. Eric Cantona er æfur yfir þessu og segir félagið sýna stjóranum sigursæla vanvirðingu. Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum. Enski boltinn Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira
Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum.
Enski boltinn Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira