Æfur út í eigendur Man. Utd: „Hendi þeim öllum í risapoka af skít“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 23:31 Sir Alex Ferguson er enn fastagestur á leikjum Manchester United. Eric Cantona krefst þess að Jim Ratcliffe og aðrir stjórnendur félagsins sýni Ferguson óendanlega virðingu. Samsett/Getty Eigendur Manchester United hafa ákveðið að endurnýja ekki samning við Sir Alex Ferguson um að starfa sem sendiherra félagsins. Eric Cantona er æfur yfir þessu og segir félagið sýna stjóranum sigursæla vanvirðingu. Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira