Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Árni Sæberg skrifar 11. október 2024 14:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skila á tillögum um hvernig megi efla Hagstofu Íslands sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu. Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira