Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:58 Åge Hareide þekkir það að þjálfa danska landsliðið, og hann þekkir Ole Gunnar Solskjær einnig vel. Vísir/Vilhelm og Getty/Matthew Peters Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hvetur Dani til þess að ráða landa sinn frá Noregi, Ole Gunnar Solskjær, sem landsliðsþjálfara. Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku. Fótbolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku.
Fótbolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira