Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:58 Åge Hareide þekkir það að þjálfa danska landsliðið, og hann þekkir Ole Gunnar Solskjær einnig vel. Vísir/Vilhelm og Getty/Matthew Peters Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hvetur Dani til þess að ráða landa sinn frá Noregi, Ole Gunnar Solskjær, sem landsliðsþjálfara. Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hareide þekkir Solskjær vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Molde á sínum tíma, áður en Solskjær fór svo til Manchester United árið 1996 og raðaði þar inn mörkum. Það var danski Viaplay-sérfræðingurinn Per Frimann sem stakk upp á því að Solskjær yrði næsti landsliðsþjálfari Danmerkur. Kasper Hjulmand hætti með liðið eftir EM í sumar og Morten Wieghorst átti að taka við tímabundið, en fór í veikindaleyfi í ágúst og þá tók Lars Knudsen við tímabundið. Hareide segir að hugmynd Frimanns sé spennandi, og vill að Danir ráði Solskjær. „Það myndi þó þýða að við fengjum hann ekki til að taka við norska landsliðinu. Maður er því með blendnar tilfinningar,“ sagði Hareide við VG í Noregi, á milli þess sem hann undirbýr íslenska landsliðið fyrir leikinn við Wales í Þjóðadeildinni á morgun. Hareide stýrði danska landsliðinu á árunum 2016-2020 og kom því bæði á HM og EM. Öllu vanur eftir tímann hjá Manchester United „Ole Gunnar myndi ráða við flest fótboltastörf. Þegar menn hafa verið knattspyrnustjórar Manchester United þá hafa þeir prófað flest. Hann hefur kynnst pressunni og öllu því sem fylgir svona starfi,“ sagði Hareide. Solskjær var síðast knattspyrnustjóri Manchester United en látinn fara þaðan árið 2021. „Hann er búinn að fá nokkur ár til að hvíla sig en ég veit að hann hefur áhuga á að snúa aftur í þjálfun. Ef hann fær tilboð frá Danmörku þá er ég viss um að hann skoðar það,“ sagði Hareide. Hann kveðst spjalla við Solskjær þegar þess gefist færi, og að þeir hafi síðast rætt saman á þjálfararáðstefnu í Berlín fyrir ekki svo löngu síðan, en þeir hafi þó lítið rætt um hvað tæki við hjá Solskjær. Solskjær sagði frá því á ráðstefnu í lok september að hann væri opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu þegar Ståle Solbakken myndi ákveða að hætta. Hann hefur hins vegar ekki tjáð sig um áhuga á að taka við Danmörku.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira