Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 10:17 Lögreglumenn með sprengueyðingarvélmenni við fyrirtækið Elbit Systems í Gautaborg þar sem skotárás var gerð í morgun. Vísir/EPA Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði. Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Árásin átti sér stað við fyrirtækið Elbit Systems í Kallebäck í Gautaborg. Það er sænskt dótturfélag ísraelska hergagnaframleiðandans Elbit Systems. Talsmaður lögreglunnar segir að nokkrar sveitir lögreglumanna og þyrlur hafi verið sendar á staðinn þegar tilkynning barst um skotárás. Sá handtekni er yngri en fimmtán ára, að sögn sænska ríkisútvarpsins. Staðarblaðið Gautaborgarpósturinn segir að sá sem var handtekinn sé þrettán ára gamall piltur. Lögreglan segir að ekki séu fleiri grunaðir um aðild að árásinni að svo stöddu. Tilkynningar bárust einnig um mögulegar sprengingar við fyrirtækið en lögreglan segir það ekki rétt. Ekki sé þó hægt að útiloka að kanna þurfi tortryggilega hluti á svæðinu. Sprengjusveit lögreglunnar hefur sést á svæðinu. Elbit Systems sér Ísraelsher meðal annars fyrir ýmis konar hergögnum. Dótturfélagið í Svíþjóð er með samninga við sænska herinn um framleiðslu á ýmis konar búnaði, meðal annars fjarskiptakerfum. Mótmælt hefur verið fyrir utan fyrirtækið og skemmdarverk unnin. Í sumar var sprengju komið fyrir við inngang fyrirtækisins. Sérfræðingur sænska ríkisútvarpsins í öryggismálum segir að herferðin gegn Elbit tengist óánægju með hernað Ísraela í Miðausturlöndum. Ekki sé ljóst hvort að uppákoman í dag tengist því. Hann veltir upp möguleikanum á að írönsk stjórnvöld standi að baki árásum sem þessari á ísraelsk fyrirtæki. Nokkrar uppákomur hafa orðið við ísraelskar stofnanir á Norðurlöndunum síðustu daga og vikur. Þrír ungir Svíar voru handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Degi áður var skotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Fréttin verður uppfærð.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira