Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2024 11:30 Hreinsunarstarf er hafið á vesturströndinni, þar sem meðal annars er unnið að því að hreinsa vegi til að gera íbúum kleift að komast leiða sinna. AP/Tampa Bay Times/Chris Urso Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum. Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum.
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira