„Nauðsynlegt að bregðast við“ en aðgerðum fækkar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2024 23:00 Aðalsteinn Arnarson segir að pólítík ráði för við ákvörðun um niðurgreiðslu. vísir/kompás Fjármagn streymir úr landi í tengslum við efnaskiptaaðgerðir. Á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld segja nauðsynlegt að takast á við offituvandann eru slíkar aðgerðir á íslenskri einkastofu ekki niðurgreiddar. Í Kompás sem sýndur var í vikunni var fjallað um sprengingu í notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Lyfin eru öflugt tól í baráttunni við offitu en efnaskiptaaðgerðirnar hafa enn mesta verkun og geta lagað ýmsa kvilla á borð við sykursýki, háþrýsting og kæfisvefn. „Síðan er hægt að horfa í aðra þætti eins og krabbamein. Það sem mjög margir vita ekki eða er lítið talað um er að yfirþyngd er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir margar tegundir krabbameina. Þannig eru konur sem eru yfir komnar yfir 30 í þyngdarstuðli, þær eru í tvöfaldri hættu á að fá brjóstakrabbamein miðað við þær sem eru í kjörþyngd. Og þessar aðgerðir geta lækkað þessa tíðni um helming aftur,“ segir Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni. Hrein pólitík Á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld segja nauðsynlegt að bregðast við offituvandanum eru efnaskiptaaðgerðir á Klíníkinni ekki niðurgreiddar. Og margir ferðast til útlanda til að leggjast undir hnífinn, sem er oft ódýrara. „Þetta er nú bara hrein pólitík. Sú afstaða hefur ekki breyst að þessar aðgerðir eru ekki niðurgreiddar þegar þær eru gerðar úti í bæ eins og það er kallað. Það er hægt að fá niðurgreiðslu hjá sjúkratryggingum ef þú velur að fara í gegnum Landspítalann eða erlendis en þessi vinna eða pólitíska samstaða um að taka greiðsluþátttökuna hér innanlands hefur ekki skilað sér.“ Fjöldi þeirra sem fóru í efnaskiptaaðgerðir hjá Klíníkinni.vísir/grafík Árið 2021 fóru 926 í efnaskiptaaðgerðir hjá Klíníkinni og hefur þeim fækkað milli ára. Aðalsteinn segir fækkunina megi að hluta til rekja til þess að þyngdarstjórnunarlyfin hafi að einhverju leyti tekið við af aðgerðunum en efnahagsástandið spili einnig þátt í fækkuninni. „Við vitum að aðgerðirnar eru þjóðhagslega hagkvæmar, það tekur ekki mörg ár þar til fólk er búið að borga aðgerðina upp ef við getum orðað það þannig… með minnkandi sjúkdómabyrgði, lyfjanotkun og slíku. Þannig kærkomið að fá betri aðkomu ríkis eða betri greiðsluþátttöku. En á sama tíma er mikilvægt að hafa góðan ramma utan um hverjir hafa gagn af slíkri aðgerð og það suma á við um lyfin.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var í vikunni var fjallað um sprengingu í notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Lyfin eru öflugt tól í baráttunni við offitu en efnaskiptaaðgerðirnar hafa enn mesta verkun og geta lagað ýmsa kvilla á borð við sykursýki, háþrýsting og kæfisvefn. „Síðan er hægt að horfa í aðra þætti eins og krabbamein. Það sem mjög margir vita ekki eða er lítið talað um er að yfirþyngd er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir margar tegundir krabbameina. Þannig eru konur sem eru yfir komnar yfir 30 í þyngdarstuðli, þær eru í tvöfaldri hættu á að fá brjóstakrabbamein miðað við þær sem eru í kjörþyngd. Og þessar aðgerðir geta lækkað þessa tíðni um helming aftur,“ segir Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni. Hrein pólitík Á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld segja nauðsynlegt að bregðast við offituvandanum eru efnaskiptaaðgerðir á Klíníkinni ekki niðurgreiddar. Og margir ferðast til útlanda til að leggjast undir hnífinn, sem er oft ódýrara. „Þetta er nú bara hrein pólitík. Sú afstaða hefur ekki breyst að þessar aðgerðir eru ekki niðurgreiddar þegar þær eru gerðar úti í bæ eins og það er kallað. Það er hægt að fá niðurgreiðslu hjá sjúkratryggingum ef þú velur að fara í gegnum Landspítalann eða erlendis en þessi vinna eða pólitíska samstaða um að taka greiðsluþátttökuna hér innanlands hefur ekki skilað sér.“ Fjöldi þeirra sem fóru í efnaskiptaaðgerðir hjá Klíníkinni.vísir/grafík Árið 2021 fóru 926 í efnaskiptaaðgerðir hjá Klíníkinni og hefur þeim fækkað milli ára. Aðalsteinn segir fækkunina megi að hluta til rekja til þess að þyngdarstjórnunarlyfin hafi að einhverju leyti tekið við af aðgerðunum en efnahagsástandið spili einnig þátt í fækkuninni. „Við vitum að aðgerðirnar eru þjóðhagslega hagkvæmar, það tekur ekki mörg ár þar til fólk er búið að borga aðgerðina upp ef við getum orðað það þannig… með minnkandi sjúkdómabyrgði, lyfjanotkun og slíku. Þannig kærkomið að fá betri aðkomu ríkis eða betri greiðsluþátttöku. En á sama tíma er mikilvægt að hafa góðan ramma utan um hverjir hafa gagn af slíkri aðgerð og það suma á við um lyfin.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02