Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. október 2024 15:02 Aðalsteinn Arnarson er skurðlæknir á Klíníkinni. Hann aðstoðar fólk sem glímir við efnaskiptavanda og framkvæmir meðal annars efnaskiptaaðgerðir. vísir/kompás Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Finnst frjálslega farið með lyfin Hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og óttast Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir að aðgengi að þeim sé of auðvelt og að margir séu á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni, segir skynsamlegt að settar verði vinnureglur um ávísun lyfjanna. „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki.“ Vonast til að lyfjaflokkurinn sé kominn til að vera Ýmsar rannsóknir eru til um lyfin sem séu þó ný og segir Aðalsteinn skorta langtímarannsóknir á áhrifum þeirra. „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Finnst frjálslega farið með lyfin Hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og óttast Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir að aðgengi að þeim sé of auðvelt og að margir séu á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni, segir skynsamlegt að settar verði vinnureglur um ávísun lyfjanna. „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki.“ Vonast til að lyfjaflokkurinn sé kominn til að vera Ýmsar rannsóknir eru til um lyfin sem séu þó ný og segir Aðalsteinn skorta langtímarannsóknir á áhrifum þeirra. „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02