Klopp gæti ekki verið spenntari: „Lít á mig sem leiðbeinanda“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 12:03 Jürgen Klopp var dýrkaður og dáður í Liverpool og kvaddur með tárum í vor. Nú hefur hann fundið sér nýtt starf. Getty/James Baylis Forráðamenn Red Bull binda miklar vonir við ráðningu Jürgens Klopp í starf alþjóða yfirmanns fótboltamála hjá samsteypunni. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið spenntari. Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, eftir níu ár í því starfi, og var áður stjóri Dortmund og Mainz um árabil. Nú tekur við nýr kafli hjá þessum 57 ára gamla Þjóðverja sem þó er sagður vera með klásúlu í samningi sínum við Red Bull, sem geri honum kleift að taka við þýska landsliðinu bjóðist það. „Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni þá gæti ég ekki verið spenntari en fyrir svona verkefni. Hlutverkið mitt hefur breyst en ekki ástríðan fyrir fótbolta og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er,“ sagði Klopp eftir að Red Bull tilkynnti um ráðningu hans í dag. Red Bull á knattspyrnufélögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum, en er einnig áberandi til að mynda í akstursíþróttum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum fótboltafélögunum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. „Með því að ganga til liðs við Red Bull vil ég þróa, bæta og styðja við ótrúlega hæfileikaríka fótboltamenn sem við höfum í okkar röðum. Það eru margar leiðir til þess með því að nýta þá heimsklassa vitneskju og reynslu sem er innan Red Bull, í öðrum íþróttagreinum og iðnaði. Saman komumst við að því hve langt er hægt að ná. Ég lít á mig sem leiðbeinanda fyrst og fremst, fyrir þjálfara og stjórnendur Red Bull félaganna. En þegar allt kemur til alls er ég hluti af fyrirtæki sem er einstakt, nýstárlegt og horfir til framtíðar. Eins og ég sagði þá gæti ég ekki verið spenntari,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, eftir níu ár í því starfi, og var áður stjóri Dortmund og Mainz um árabil. Nú tekur við nýr kafli hjá þessum 57 ára gamla Þjóðverja sem þó er sagður vera með klásúlu í samningi sínum við Red Bull, sem geri honum kleift að taka við þýska landsliðinu bjóðist það. „Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni þá gæti ég ekki verið spenntari en fyrir svona verkefni. Hlutverkið mitt hefur breyst en ekki ástríðan fyrir fótbolta og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er,“ sagði Klopp eftir að Red Bull tilkynnti um ráðningu hans í dag. Red Bull á knattspyrnufélögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum, en er einnig áberandi til að mynda í akstursíþróttum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum fótboltafélögunum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. „Með því að ganga til liðs við Red Bull vil ég þróa, bæta og styðja við ótrúlega hæfileikaríka fótboltamenn sem við höfum í okkar röðum. Það eru margar leiðir til þess með því að nýta þá heimsklassa vitneskju og reynslu sem er innan Red Bull, í öðrum íþróttagreinum og iðnaði. Saman komumst við að því hve langt er hægt að ná. Ég lít á mig sem leiðbeinanda fyrst og fremst, fyrir þjálfara og stjórnendur Red Bull félaganna. En þegar allt kemur til alls er ég hluti af fyrirtæki sem er einstakt, nýstárlegt og horfir til framtíðar. Eins og ég sagði þá gæti ég ekki verið spenntari,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira