Klopp gæti ekki verið spenntari: „Lít á mig sem leiðbeinanda“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 12:03 Jürgen Klopp var dýrkaður og dáður í Liverpool og kvaddur með tárum í vor. Nú hefur hann fundið sér nýtt starf. Getty/James Baylis Forráðamenn Red Bull binda miklar vonir við ráðningu Jürgens Klopp í starf alþjóða yfirmanns fótboltamála hjá samsteypunni. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið spenntari. Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, eftir níu ár í því starfi, og var áður stjóri Dortmund og Mainz um árabil. Nú tekur við nýr kafli hjá þessum 57 ára gamla Þjóðverja sem þó er sagður vera með klásúlu í samningi sínum við Red Bull, sem geri honum kleift að taka við þýska landsliðinu bjóðist það. „Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni þá gæti ég ekki verið spenntari en fyrir svona verkefni. Hlutverkið mitt hefur breyst en ekki ástríðan fyrir fótbolta og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er,“ sagði Klopp eftir að Red Bull tilkynnti um ráðningu hans í dag. Red Bull á knattspyrnufélögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum, en er einnig áberandi til að mynda í akstursíþróttum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum fótboltafélögunum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. „Með því að ganga til liðs við Red Bull vil ég þróa, bæta og styðja við ótrúlega hæfileikaríka fótboltamenn sem við höfum í okkar röðum. Það eru margar leiðir til þess með því að nýta þá heimsklassa vitneskju og reynslu sem er innan Red Bull, í öðrum íþróttagreinum og iðnaði. Saman komumst við að því hve langt er hægt að ná. Ég lít á mig sem leiðbeinanda fyrst og fremst, fyrir þjálfara og stjórnendur Red Bull félaganna. En þegar allt kemur til alls er ég hluti af fyrirtæki sem er einstakt, nýstárlegt og horfir til framtíðar. Eins og ég sagði þá gæti ég ekki verið spenntari,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, eftir níu ár í því starfi, og var áður stjóri Dortmund og Mainz um árabil. Nú tekur við nýr kafli hjá þessum 57 ára gamla Þjóðverja sem þó er sagður vera með klásúlu í samningi sínum við Red Bull, sem geri honum kleift að taka við þýska landsliðinu bjóðist það. „Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni þá gæti ég ekki verið spenntari en fyrir svona verkefni. Hlutverkið mitt hefur breyst en ekki ástríðan fyrir fótbolta og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er,“ sagði Klopp eftir að Red Bull tilkynnti um ráðningu hans í dag. Red Bull á knattspyrnufélögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum, en er einnig áberandi til að mynda í akstursíþróttum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum fótboltafélögunum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. „Með því að ganga til liðs við Red Bull vil ég þróa, bæta og styðja við ótrúlega hæfileikaríka fótboltamenn sem við höfum í okkar röðum. Það eru margar leiðir til þess með því að nýta þá heimsklassa vitneskju og reynslu sem er innan Red Bull, í öðrum íþróttagreinum og iðnaði. Saman komumst við að því hve langt er hægt að ná. Ég lít á mig sem leiðbeinanda fyrst og fremst, fyrir þjálfara og stjórnendur Red Bull félaganna. En þegar allt kemur til alls er ég hluti af fyrirtæki sem er einstakt, nýstárlegt og horfir til framtíðar. Eins og ég sagði þá gæti ég ekki verið spenntari,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira