Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 08:50 Biden og Netanjahú þegar þeir hittust í Hvíta húsinu í júlí. Á ýmsu hefur gengið á milli þeirra á bak við tjöldin síðasta árið. Vísir/EPA Stirðum samskiptum Joes Biden Bandaríkjaforseta við forsætisráðherra Ísraels er lýst í nýrri bók heimsþekkts rannsóknarblaðamanns. Biden er meðal annars sagður hafa kallað Netanjahú „tíkarson“ og „slæman helvítis gaur“ á bak við tjöldin. Bandaríkjastjórn og Biden hafa staðið þétt við bakið á ísraelskum stjórnvöldum frá því að Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Bókin „Stríð“ eftir Bob Woodward, annan blaðamannanna sem eignaður er heiður af því að upplýsa um Watergate-hneyksli Richards Nixon, varpar ljósi á hvernig Biden hefur þó á köflum rifist við Netanjahú um framferði Ísraelshers á Gasaströndinni á bak við tjöldin. „Hver er hernaðaráætlunin, maður?“ spurði Biden þegar hann ræddi við Benjamín Netanjahú í síma í apríl samkvæmt Woodward. „Við verðum að fara inn í Rafah,“ svaraði Netanjahú sem er gjarnan kallaður Bibi. „Bibi, þú ert ekki með neina hernaðaráætlun,“ setti Biden ofan í við forsætisráðherrann. „Bibi, hver andskotinn?“ Þegar Ísraelsher réðst svo inn í Rafah var Biden nóg boðið. „Hann er helvítis lygari,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. „Þessi tíkarsonur, Bibi Netanjahú, hann er slæmur gaur. Hann er slæmur helvítis gaur!“ sagði Biden um Netanjahú eftir að átökin á milli Ísraela og Hamas stigmögnuðust í vor. Leiðtogarnir tveir ræddust við í síma eftir að loftárás Ísraela felldi einn helsta herforingja Hezbollah-samtakanna og þrjá óbreytta borgara í júlí. „Bibi, hver andskotinn?“ er Biden sagður hafa öskrað á Netanjahú. Varaði hann forsætisráðherrann við því að heimsbyggðin liti í vaxandi mæli á Ísrael sem útlagaríki. Netanjahú svaraði að skotmark árásarinnar hefði verið „einn helsti hryðjuverkamaðurinn“. „Við sáum tækifæri og við gripum það. Því harðari árásir sem þú gerir, þeim mun árangursríkari verða samningaviðræðurnar,“ sagði hann við Biden. Biden hefur látið fúkyrðin fljúga um Netanjahú þegar enginn heyrir til aðrir en hans nánustu ráðgjafar.Vísir/EPA Sagði Netanjahú að sitja á strák sínum Á stundum reyndi Biden að halda aftur af Ísraelum þegar þeir vildu ganga enn lengra í hernaðaraðgerðum sínum. Þegar Netanjahú hugði á hefndir gegn Írönum eftir að þeir skutu fleiri en hundrað flugskeytum á Ísrael til þess að svara fyrir dráp Ísraela á háttsettum herforingja í Sýrlandi sagði Biden honum að „taka sigrinum“. „Þú þarft ekki að gera meira. Ekki gera neitt,“ sagði Biden við Netanjahú sem maldraði í móinn. Ísraelar gerðu engu að síður afmarkaða árás á Íran en Biden taldi það sigur að þeir hefðu ekki gengið enn lengra. „Ég veit að hann er að fara að gera eitthvað en ég takmarka það með því að segja honum að „gera ekkert“,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. Joe Biden Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Bandaríkjastjórn og Biden hafa staðið þétt við bakið á ísraelskum stjórnvöldum frá því að Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Bókin „Stríð“ eftir Bob Woodward, annan blaðamannanna sem eignaður er heiður af því að upplýsa um Watergate-hneyksli Richards Nixon, varpar ljósi á hvernig Biden hefur þó á köflum rifist við Netanjahú um framferði Ísraelshers á Gasaströndinni á bak við tjöldin. „Hver er hernaðaráætlunin, maður?“ spurði Biden þegar hann ræddi við Benjamín Netanjahú í síma í apríl samkvæmt Woodward. „Við verðum að fara inn í Rafah,“ svaraði Netanjahú sem er gjarnan kallaður Bibi. „Bibi, þú ert ekki með neina hernaðaráætlun,“ setti Biden ofan í við forsætisráðherrann. „Bibi, hver andskotinn?“ Þegar Ísraelsher réðst svo inn í Rafah var Biden nóg boðið. „Hann er helvítis lygari,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. „Þessi tíkarsonur, Bibi Netanjahú, hann er slæmur gaur. Hann er slæmur helvítis gaur!“ sagði Biden um Netanjahú eftir að átökin á milli Ísraela og Hamas stigmögnuðust í vor. Leiðtogarnir tveir ræddust við í síma eftir að loftárás Ísraela felldi einn helsta herforingja Hezbollah-samtakanna og þrjá óbreytta borgara í júlí. „Bibi, hver andskotinn?“ er Biden sagður hafa öskrað á Netanjahú. Varaði hann forsætisráðherrann við því að heimsbyggðin liti í vaxandi mæli á Ísrael sem útlagaríki. Netanjahú svaraði að skotmark árásarinnar hefði verið „einn helsti hryðjuverkamaðurinn“. „Við sáum tækifæri og við gripum það. Því harðari árásir sem þú gerir, þeim mun árangursríkari verða samningaviðræðurnar,“ sagði hann við Biden. Biden hefur látið fúkyrðin fljúga um Netanjahú þegar enginn heyrir til aðrir en hans nánustu ráðgjafar.Vísir/EPA Sagði Netanjahú að sitja á strák sínum Á stundum reyndi Biden að halda aftur af Ísraelum þegar þeir vildu ganga enn lengra í hernaðaraðgerðum sínum. Þegar Netanjahú hugði á hefndir gegn Írönum eftir að þeir skutu fleiri en hundrað flugskeytum á Ísrael til þess að svara fyrir dráp Ísraela á háttsettum herforingja í Sýrlandi sagði Biden honum að „taka sigrinum“. „Þú þarft ekki að gera meira. Ekki gera neitt,“ sagði Biden við Netanjahú sem maldraði í móinn. Ísraelar gerðu engu að síður afmarkaða árás á Íran en Biden taldi það sigur að þeir hefðu ekki gengið enn lengra. „Ég veit að hann er að fara að gera eitthvað en ég takmarka það með því að segja honum að „gera ekkert“,“ sagði Biden við ráðgjafa sína.
Joe Biden Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10