Þorði ekki að hringja í lögregluna eftir að hafa kveikt í sumarbústað Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2024 08:01 Bruninn varð í sumarhúsi við Hvaleyrarvatn árið 2020. Myndin sýnir frá gróðureldum sem voru skammt frá vatninu ári seinna. Vísir/Vilhelm Tveir táningspiltar voru á rúntinum skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúarmánuði árið 2020. Ökumaðurinn var búinn að drekka nokkra bjóra og klessti bílinn. Það var skítakuldi úti og piltarnir fóru inn um glugga á sumarbústað skammt frá. Þar fóru þeir að brjóta og bramla. Annar þeirra, sá sem hafði ekið bílnum, kveikti í pappír, setti inn í skáp og lokaði. Síðan gengu þeir á brott, en á meðan brann bústaðurinn til kaldra kola. Svona lýsti ungur maður, sem er ákærður fyrir að kveikja eldinn, atvikum málsins í aðalmeðferð sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. „Þarna byrjar einhver fíflagangur. Ég fæ kjánahroll við það að hugsa um þetta núna.“ Ungi maðurinn segist hafa kveikt í tissjúrúllu með litlum sígarettukveikjara, og líkt og áður segir hafi hann sett pappírinn inn í skáp og lokað honum. Hann tók fram að einungis hann hafi kveikt í, félagi hans hafi ekki gert það. „Þetta var algjört gáfuleysi“ Þeir hafi verið í tíu mínútur inni í bústaðnum í mesta lagi. Síðan hafi þeir tveir farið úr bústaðnum og gengið í burtu. Ungi maðurinn segir að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði ungi maðurinn að það hafi ekki staðið til að brenna bústaðinn til grunna. „Langt því frá.“ Hann hefði búist við því að það myndi slokkna á pappírnum. „Ég var mjög heimskur á þessum tíma og var ekkert að pæla í hvað myndi gerast,“ sagði hann. „Þetta var algjört gáfuleysi.“ Fyrir dómi kom fram að hann hefði farið meðferð, og honum gengi vel að halda sér allsgáðum og liði betur. Félaginn reynt að henda honum undir rútuna Nokkuð var rætt um uppruna eldsins fyrir dómi. Það er að segja hvar hann hefði komið upp og hvort að kveikt hafi verið í einum eða tveimur stöðum. Þrír matsmenn voru kallaðir fyrir dóminn, verkfræðingar og byggingafræðingur. Samkvæmt matsgerð þeirra hafði líklega kviknað í á tveimur stöðum, en það virtist byggja á skýrslu lögreglu sem vísaði til orða hins mannsins, sem er ekki ákærður. Sá gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hafði sagt við lögreglu að maðurinn, sá sem er ákærður, hafi kveikt í teppi í eldhúsi bústaðarins og sófa í stofunni. Ungi maðurinn sagði það ekki rétt. Hinn hefði verið að reyna að henda honum undir rútuna. Jafnframt var hann spurður út í orð hins mannsins um að hann hefði mögulega verið að kveikja í til að eyða fingraförum þeirra. Hann sagði það fráleitt. Bústaðurinn orðinn alelda á þremur mínútum Matsmennirnir útskýrðu fyrir dómi að það væri erfitt að segja mikið til um eldsupptökin, nema þá helst að þau hafi orðið í sjálfum bústaðnum, og líklega væri um íkveikju að ræða. Þá lægju litlar upplýsingar fyrir um bústaðinn, en gert var ráð fyrir að það hefði verið byggt með svipuðum hætti og önnur hús frá þessum tíma. Þeirra niðurstaða var þó að líklega hefði húsið orðið alelda á þremur mínútum. Í þessu tilfelli hafi ekki þurft mikinn eld til þess að valda miklum skemmdum. Slökkviliðið slökkti ekki eldinn heldur hafi hann dáið af sjálfu sér, en allt sem gat brunnið brann. Aðaðlmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn þriðjudag.Vísir/Vilhelm Í málinu liggur fyrir að slökkviliðið hafi verið kallað út of seint. Einn matsmaðurinn talaði um að mögulega hefði verið of seint að kalla slökkviliðið út um leið og eldurinn fór að breiðast út. Hús sem þessi brenni upp mjög hratt og tíminn sem það taki slökkviliðið að fara þangað frá Hafnarfirði sé of langur. Líkt og áður segir slokknaði eldurinn af sjálfu sér. Einn matsmaðurinn talaði um að hefði eldsvoðinn orðið á öðrum árstíma, ekki í miklum kulda í febrúar, þá hefði hann vel getað valdið meiri skaða. Nokkuð logn hafi verið þegar þetta átti sér stað. Mögulegt væri að ef að vindur hefði aukist hefði eldurinn borist lengra og valdið meiri skemmdum. Setur sig ekki á móti skilorðsbundinni refsingu Saksóknari tók fram að í refsirammanum væri talað um lágmarks tveggja ára refsingu fyrir brot sem þetta. Um væri að ræða grafalvarlegt brot, sakborningurinn hafi haft ásetning af því að kveikja í, og hann hefði farið án þess að gera neitt. Einnig yrði þó að líta til þess að hann hefði gengist við brotinu strax og einungis verið átján ára þegar hann framdi það. Þá væru meira en fjögur og hálft ár frá því að atburðirnir hefðu átt sér stað. Þá hefði sakborningurinn hlotið aðra dóma í millitíðinni fyrir brot sem áttu sér stað eftir eldsvoðann. Saksóknarinn sagðist ekki setja sig á móti því að farið yrði undir lágmark refsirammans. Að hennar mati kæmi til greina að skilorðsbinda refsinguna. Fór fram á sýknu Verjandi mannsins, Leó Daðason, krafðist þess ungi maðurinn yrði sýknaður vegna þess að brotið væri fyrnt. Það byggði á því að í lagalegum skilningi væri ekki um brennu að ræða. Hann benti á að maðurinn hefði verið handtekinn samdægurs og hann játað. Um fimm dögum seinna hefði tækniskýrsla lögreglu legið fyrir og aðrar skýrslur í lok marsmánaðar sama ár, 2020. Ákæran hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í nóvember ú fyrra. „Það er ævintýralegt rugl hvernig hefur verið haldið á þessu máli,“ sagði Leó. Engar almennilegar skýringar væru á drætti málsins sem væri bagalegur fyrir unga manninn. Leó vildi meina að brotið hefði verið framið í gáleysi. Ásetningurinn hefði ekki verið til staðar og brotið ekki skipulagt. Hann nefndi að félagarnir tveir hefðu ekki borið nein eldhvetjandi efni að húsinu. Fyrir dómi var einnig mikið rætt um hvort almannahætta hefði myndast vegna eldsins. Saksóknari taldi svo vera, en ekki verjandi mannsins. Réttargæslumaður eigenda sumarhússins krefjast rúmlega 15,6 milljóna í miskabætur. Dómsmál Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Svona lýsti ungur maður, sem er ákærður fyrir að kveikja eldinn, atvikum málsins í aðalmeðferð sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. „Þarna byrjar einhver fíflagangur. Ég fæ kjánahroll við það að hugsa um þetta núna.“ Ungi maðurinn segist hafa kveikt í tissjúrúllu með litlum sígarettukveikjara, og líkt og áður segir hafi hann sett pappírinn inn í skáp og lokað honum. Hann tók fram að einungis hann hafi kveikt í, félagi hans hafi ekki gert það. „Þetta var algjört gáfuleysi“ Þeir hafi verið í tíu mínútur inni í bústaðnum í mesta lagi. Síðan hafi þeir tveir farið úr bústaðnum og gengið í burtu. Ungi maðurinn segir að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði ungi maðurinn að það hafi ekki staðið til að brenna bústaðinn til grunna. „Langt því frá.“ Hann hefði búist við því að það myndi slokkna á pappírnum. „Ég var mjög heimskur á þessum tíma og var ekkert að pæla í hvað myndi gerast,“ sagði hann. „Þetta var algjört gáfuleysi.“ Fyrir dómi kom fram að hann hefði farið meðferð, og honum gengi vel að halda sér allsgáðum og liði betur. Félaginn reynt að henda honum undir rútuna Nokkuð var rætt um uppruna eldsins fyrir dómi. Það er að segja hvar hann hefði komið upp og hvort að kveikt hafi verið í einum eða tveimur stöðum. Þrír matsmenn voru kallaðir fyrir dóminn, verkfræðingar og byggingafræðingur. Samkvæmt matsgerð þeirra hafði líklega kviknað í á tveimur stöðum, en það virtist byggja á skýrslu lögreglu sem vísaði til orða hins mannsins, sem er ekki ákærður. Sá gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hafði sagt við lögreglu að maðurinn, sá sem er ákærður, hafi kveikt í teppi í eldhúsi bústaðarins og sófa í stofunni. Ungi maðurinn sagði það ekki rétt. Hinn hefði verið að reyna að henda honum undir rútuna. Jafnframt var hann spurður út í orð hins mannsins um að hann hefði mögulega verið að kveikja í til að eyða fingraförum þeirra. Hann sagði það fráleitt. Bústaðurinn orðinn alelda á þremur mínútum Matsmennirnir útskýrðu fyrir dómi að það væri erfitt að segja mikið til um eldsupptökin, nema þá helst að þau hafi orðið í sjálfum bústaðnum, og líklega væri um íkveikju að ræða. Þá lægju litlar upplýsingar fyrir um bústaðinn, en gert var ráð fyrir að það hefði verið byggt með svipuðum hætti og önnur hús frá þessum tíma. Þeirra niðurstaða var þó að líklega hefði húsið orðið alelda á þremur mínútum. Í þessu tilfelli hafi ekki þurft mikinn eld til þess að valda miklum skemmdum. Slökkviliðið slökkti ekki eldinn heldur hafi hann dáið af sjálfu sér, en allt sem gat brunnið brann. Aðaðlmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn þriðjudag.Vísir/Vilhelm Í málinu liggur fyrir að slökkviliðið hafi verið kallað út of seint. Einn matsmaðurinn talaði um að mögulega hefði verið of seint að kalla slökkviliðið út um leið og eldurinn fór að breiðast út. Hús sem þessi brenni upp mjög hratt og tíminn sem það taki slökkviliðið að fara þangað frá Hafnarfirði sé of langur. Líkt og áður segir slokknaði eldurinn af sjálfu sér. Einn matsmaðurinn talaði um að hefði eldsvoðinn orðið á öðrum árstíma, ekki í miklum kulda í febrúar, þá hefði hann vel getað valdið meiri skaða. Nokkuð logn hafi verið þegar þetta átti sér stað. Mögulegt væri að ef að vindur hefði aukist hefði eldurinn borist lengra og valdið meiri skemmdum. Setur sig ekki á móti skilorðsbundinni refsingu Saksóknari tók fram að í refsirammanum væri talað um lágmarks tveggja ára refsingu fyrir brot sem þetta. Um væri að ræða grafalvarlegt brot, sakborningurinn hafi haft ásetning af því að kveikja í, og hann hefði farið án þess að gera neitt. Einnig yrði þó að líta til þess að hann hefði gengist við brotinu strax og einungis verið átján ára þegar hann framdi það. Þá væru meira en fjögur og hálft ár frá því að atburðirnir hefðu átt sér stað. Þá hefði sakborningurinn hlotið aðra dóma í millitíðinni fyrir brot sem áttu sér stað eftir eldsvoðann. Saksóknarinn sagðist ekki setja sig á móti því að farið yrði undir lágmark refsirammans. Að hennar mati kæmi til greina að skilorðsbinda refsinguna. Fór fram á sýknu Verjandi mannsins, Leó Daðason, krafðist þess ungi maðurinn yrði sýknaður vegna þess að brotið væri fyrnt. Það byggði á því að í lagalegum skilningi væri ekki um brennu að ræða. Hann benti á að maðurinn hefði verið handtekinn samdægurs og hann játað. Um fimm dögum seinna hefði tækniskýrsla lögreglu legið fyrir og aðrar skýrslur í lok marsmánaðar sama ár, 2020. Ákæran hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í nóvember ú fyrra. „Það er ævintýralegt rugl hvernig hefur verið haldið á þessu máli,“ sagði Leó. Engar almennilegar skýringar væru á drætti málsins sem væri bagalegur fyrir unga manninn. Leó vildi meina að brotið hefði verið framið í gáleysi. Ásetningurinn hefði ekki verið til staðar og brotið ekki skipulagt. Hann nefndi að félagarnir tveir hefðu ekki borið nein eldhvetjandi efni að húsinu. Fyrir dómi var einnig mikið rætt um hvort almannahætta hefði myndast vegna eldsins. Saksóknari taldi svo vera, en ekki verjandi mannsins. Réttargæslumaður eigenda sumarhússins krefjast rúmlega 15,6 milljóna í miskabætur.
Dómsmál Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira