Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 13:00 Margir eru uggandi yfir því að andlitsgreiningarbúnaður muni grafa verulega undan friðhelgi einkalífsins. Getty/NurPhoto/Joan Cros Fjöldi Bandaríkjamanna hefur verið handtekinn grunaður um glæp eftir að myndir af þeim hafa komið upp við leit í gagnagrunnum á grundvelli andlitsgreiningarhugbúnaðs. Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið. Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Rannsókn Washington Post hefur hins vegar leitt í ljós að margir þeirra eru ekki upplýstir um notkun hugbúnaðarins, sem er ekki síst áhyggjuefni þar sem hann hefur reynst ófullkominn og „fordómafullur“. Blaðamenn WP óskuðu eftir upplýsingum frá yfir 100 lögregluembættum sem hafa gengist við því opinberlega að nýta sér umræddan hugbúnað en aðeins þrjátíu urðu við gagnabeiðninni. Flest neituðu að svara spurningum um notkun þeirra á búnaðinum. Nokkur sögðust notast við hugbúnaðinn en aldrei handtaka fólk aðeins út frá andlitsgreiningarniðurstöðum. Hins vegar virðast mörg embætti hafa freistað þess að fela það í skýrslum að hversu miklu leiti þau reiða sig á umrædd gögn við handtökur og rannsókn mála. Vitað er um sjö Bandaríkjamenn sem hafa verið handteknir á grundvelli niðurstaða andlitsgreiningar en þar af voru sex svartir. Vitað er að búnaðurinn á erfiðara með að bera kennsl á svarta, konur og aldraða. Sumir komust aðeins að því að búnaðurinn hafði verið notaður þegar lögregla gaf það óvart upp. Michael Jordan og teiknimynd komu upp við leit Meðal handteknu var Quran Reid, sem var handtekinn fyrir að nota stolin greiðslukort til að greiða fyrir lúxusvörur í Louisiana. Lögreglumaður reit skýrslu undir eiði um að „örugg heimild“ hefði bent honum á Reid, sem var á þessum tíma 28 og bjó í Atlanta. Reid hafði aldrei komið til Louisiana. Hann man eftir því að hafa spurt að því hvernig bönd hefðu borist að honum en ekki fengið svör. Hugbúnaðurinn sem um ræðir er notaður til að bera mynd eða stillu úr myndskeiði saman við myndir í ýmsum gagnabönkum, til að mynda handtökumyndir og myndir af ökuskírteinum. Það skilar síðan lista yfir einstaklinga sem þykja líkjast grunaða. Clearview AI, sem sópar í gegnum umfangsmikið magn mynda á netinu, er meðal þeirra forrita sem vitað er að lögregla notar en samkvæmt WP hefur það meðal annars skilað mynd af Michael Jordan og teiknimynd af svörtum manni við leit að glæpamanni. Samkvæmt reglum vestanhafs ber saksóknurum að upplýsa ákærðu um öll gögn er þykja benda til sakleysis þeirra eða dregið úr þyngd þeirrar refsingar sem þeim yrði mögulega gerð. Dómstólar hafa hins vegar ekki verið sammála í úrskurðum sínum um hvort yfirvöld þurfa að upplýsa um notkun andlitsgreiningarbúnaðs. Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post um málið.
Persónuvernd Lögreglan Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira