Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. október 2024 15:02 Aðalsteinn Arnarson er skurðlæknir á Klíníkinni. Hann aðstoðar fólk sem glímir við efnaskiptavanda og framkvæmir meðal annars efnaskiptaaðgerðir. vísir/kompás Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Finnst frjálslega farið með lyfin Hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og óttast Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir að aðgengi að þeim sé of auðvelt og að margir séu á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni, segir skynsamlegt að settar verði vinnureglur um ávísun lyfjanna. „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki.“ Vonast til að lyfjaflokkurinn sé kominn til að vera Ýmsar rannsóknir eru til um lyfin sem séu þó ný og segir Aðalsteinn skorta langtímarannsóknir á áhrifum þeirra. „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöld var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Finnst frjálslega farið með lyfin Hvaða læknir sem er má ávísa lyfjunum og óttast Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir að aðgengi að þeim sé of auðvelt og að margir séu á lyfjunum sem eigi ekki að vera á þeim. Aðalsteinn Arnarson, skurðlæknir á Klíníkinni, segir skynsamlegt að settar verði vinnureglur um ávísun lyfjanna. „Ég held að á meðan að lyfin eru ný og meðan okkur skortir langtíma rannsóknir til að sjá hvert öryggi lyfjanna er varðandi alvarlega fylgikvilla þá held ég að það sé mjög skynsamlegt að búa til einhvers konar vinnureglur eða ramma varðandi hvenær þessi meðferð er ráðlögð og hvenær ekki.“ Vonast til að lyfjaflokkurinn sé kominn til að vera Ýmsar rannsóknir eru til um lyfin sem séu þó ný og segir Aðalsteinn skorta langtímarannsóknir á áhrifum þeirra. „Við höfum alveg séð önnur lyf koma og fara. Og það hefur snúist annað hvort um skort á virkni eða hreinlega alvarlegar aukaverkanir. Þau lyf voru kannski á markaði í tíu ár áður en fólk fór að skilja að það væru aukaverkanir þarna. Vonandi er þetta nýr lyfjaflokkur sem er öruggari og minni aukaverkanir en það breytir ekki því að við erum enn í einhvers konar tilraunarfasa þar sem það mun taka nokkur ár í viðbót áður en við fáum góðan skilning á bæði langtímaávinningi og líka mögulegum aukaverkunum.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Tengdar fréttir Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sjá meira
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02