Varði mark botnliðsins en bar samt af Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. október 2024 22:15 Tinna Brá átti gott sumar en gat þó ekki komið í veg fyrir fall Fylkis. Vísir/HAG Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni. Þegar tímabilið var hálfnað tók Vísir saman tölfræði þökk sé tölfræðiveitunni Wyscout yfir markverði Bestu deildarinnar og hver þeirra hefði komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Nú þegar tímabilinu er lokið er þess virði að skoða tölfræðina á nýjan leik. Vert er að taka fram að Mollee Swift, markvörður Þróttar Reykjavíkur, er ekki á listanum hér að neðan þar sem upplýsingar hennar er hreinlega ekki að finna á Wyscout. Líkt og Vísir vakti athygli á fyrr í sumar kemur á óvart að Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, sé ekki efst á listanum en hún fékk varla á sig mark í sumar. Alls fékk Telma á sig 12 mörk í þeim 20 leikjum sem hún spilaði. Alls fékk Breiðablik á sig 13 mörk í 23 leikjum. Á endanum hlaut Telma gullhanskann en hann hlýtur sá markvörður sem fær á sig fæst mörk í deildinni. Það vekur vissulega athygli að þær tvær af þremur efstu á listanum yfir „prevented goals“ eru jafnframt þær sömu og fengu á sig flest mörk í deildinni. Það má því með sanni segja að þær hafi staðið í ströngu í sumar og ljóst að það er ekki hægt að kenna Tinnu Brá Magnúsdóttur um fall Fylkis niður í Lengjudeildina. Listann yfir þá markverði sem komu í veg fyrir flest mörk má sjá hér að neðan sem og hversu mörg mörk þær fengu á sig. Að lágmarki þurfti að spila fimm leiki til að komast á listann. Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Körfubolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Þegar tímabilið var hálfnað tók Vísir saman tölfræði þökk sé tölfræðiveitunni Wyscout yfir markverði Bestu deildarinnar og hver þeirra hefði komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Nú þegar tímabilinu er lokið er þess virði að skoða tölfræðina á nýjan leik. Vert er að taka fram að Mollee Swift, markvörður Þróttar Reykjavíkur, er ekki á listanum hér að neðan þar sem upplýsingar hennar er hreinlega ekki að finna á Wyscout. Líkt og Vísir vakti athygli á fyrr í sumar kemur á óvart að Telma Ívarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, sé ekki efst á listanum en hún fékk varla á sig mark í sumar. Alls fékk Telma á sig 12 mörk í þeim 20 leikjum sem hún spilaði. Alls fékk Breiðablik á sig 13 mörk í 23 leikjum. Á endanum hlaut Telma gullhanskann en hann hlýtur sá markvörður sem fær á sig fæst mörk í deildinni. Það vekur vissulega athygli að þær tvær af þremur efstu á listanum yfir „prevented goals“ eru jafnframt þær sömu og fengu á sig flest mörk í deildinni. Það má því með sanni segja að þær hafi staðið í ströngu í sumar og ljóst að það er ekki hægt að kenna Tinnu Brá Magnúsdóttur um fall Fylkis niður í Lengjudeildina. Listann yfir þá markverði sem komu í veg fyrir flest mörk má sjá hér að neðan sem og hversu mörg mörk þær fengu á sig. Að lágmarki þurfti að spila fimm leiki til að komast á listann. Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus
Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylkir) 21 leikur, 42 mörk á sig | Kom í veg fyrir 9.64 mörk Monica Wilhelm (Tindastóll) 21 leikur, 44 mörk á sig | Kom í veg fyrir 4.69 mörk Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) 20 leikir, 12 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.79 mörk Aldís Guðlaugsdóttir (FH) 20 leikir, 40 mörk á sig | Kom í veg fyrir 3.49 mörk Erin McLeod (Stjarnan) 16 leikir, 25 mörk á sig | Kom í veg fyrir 2.25 mörk Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) 10 leikir, 16 mörk á sig | 0.01 mark í mínus Birta Guðlaugsdóttir (Víkingur) 10 leikir, 11 mörk á sig | 0.42 mark í mínus Fanney Inga Birkisdóttir (Valur) 23 leikir, 18 mörk á sig | 2.3 mörk í mínus Shelby Money (Þór/KA) 12 leikir, 19 mörk á sig | 2.44 mörk í mínus Sigurbjörg Katla Sveinbjörnsdóttir (Víkingur) 12 leikir, 23 mörk á sig | 3.34 mörk í mínus Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan) 5 leikir, 16 mörk á sig | 4.39 mörk í mínus Vera Varis (Keflavík) 20 leikir, 42 mörk á sig | 8.71 mark í mínus
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Körfubolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira