Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 14:10 Yfirvöld í Ísrael hafa kallað út fjögur stórfylki af varaliðsmönnum, sem senda á til landamæra Líbanon. AP/Baz Ratner Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum hringt viðvörunarbjöllum um að klerkastjórn Íran ætli sér að skjóta skotflaugum að Ísrael og það mögulega strax í dag. Talsmenn Hvíta hússins segja að slíkar árásir muni hafa miklar afleiðingar fyrir Íran. Ætla að þurrka út Hezbollah í suðri Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael sagði í morgun að markmið hersins í sunnanverðu Líbanon væri að „þurrka út Hezbollah“ í landshlutanum. Þetta sagði hann þar sem hann var að skoða vopn og önnur hergögn sem ísraelskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa fundið í áhlaupum yfir landamærin síðustu daga. Ísraelskir hermenn gerðu svo innrás inn í Líbanon í gærkvöldi en enn sem komið er virðist sú innrás nokkuð afmörkuð, ef svo má kalla. Sjá einnig: Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelski herinn birti í morgun myndband af loftárásum og áhlaupum hermanna yfir landamærin í Líbanon. Þessar árásir eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarinnviðum Hezbollah við landamærin og segjast Ísraelar hafa lagt hald á mikið magn vopna, annarra hergagna og upplýsinga í þessum áhlaupum. Eitt þessara myndbanda sem ísraelski herinn birti í morgun og segir að eigi að sýna árás á hernaðarinnviði Hezbollah, var líklega tekið upp í febrúar. Í lýsingu með myndböndunum er tekið fram að þau hafi verið tekin frá því „stríðið hófst“. Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Það segja ráðamenn í Ísrael að sé þeirra helsta markmið. Yfirvöld í Líbanon segja að rúmlega þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Sjá einnig: Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Talsmenn hersins segja að sérsveitarmenn hafi hingað til gert rúmlega sjötíu áhlaup inn í Líbanon á síðustu dögum. CNN hefur eftir ísraelskum embættismanni að ekki hafi komið til átaka milli hermanna og vígamanna Hezbollah. Erfiðir dagar í vændum Eins og áður segir hafa yfirvöld í Bandaríkjunum varað við væntanlegum eldflaugaárásum frá Íran og að skotflaugum geti mögulega verið skotið að Ísrael í dag. Blaðamaður Axios hefur eftir heimildarmanni sínum, sem á að þekkja til málsins, að búist sé við því að umfang árásarinnar frá Íran verði sambærilegt árásinni sem gerð var í apríl. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael að búist sé við því að Íranar muni nota bæði dróna og eldflaugar, þar á meðal skotflauga, eins og þeir gerðu í apríl. Skotmörkin eiga að vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar leyniþjónustu Ísrael norður af Tel Aviv. Þá var árásin gerð þannig að drónar og eldflaugar áttu að ná til Ísrael á sama tíma. Það tekur drónana um níu klukkustundir að fljúga milli Íran og Ísrael og stýriflaugar um tvær klukkustundir og skotflaugar um tólf mínútur. Þetta gaf Ísraelum og Bandaríkjamönnum mikinn tíma til að skjóta niður dróna og stýriflaugar yfir Írak og Sýrlandi. Geri Íranar eingöngu árásir með skotflaugar að þessu sinni yrði fyrirvarinn lítill og mun erfiðara er að skjóta slíkar eldflaugar niður, þar sem þær fara hátt upp í gufuhvolfið og falla svo til jarðar á miklum hraðar. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Eftir að þessi viðvörun var opinberuð birti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarp til Ísraela þar sem hann varaði við því að erfiðir dagar væru í vændum. Talsmaður ísraelska hersins segir að engin eldflaugaskot frá Íran hafi greinst að svo stöddu en viðvörunarstig sé mjög hátt. Ísraelar og Bandaríkjamenn fylgist náið með Íran. Bandaríkjamenn hafa sent þrjár flugsveitir á undanförnum dögum. Er þar um að ræða F-15E orrustuþotur, F-16 og A-10 herþotur, sem eru hannaðar til að granda skotmörkum á jörðu niðri. Three additional aircraft squadrons - F-15E, F-16, and A-10 - are arriving in the region with one squadron having already arrived. pic.twitter.com/SO04FNvVcd— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 1, 2024 Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Bandaríkin Tengdar fréttir Ísraelsher ræðst inn í Líbanon Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. 30. september 2024 23:28 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52 Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. 28. september 2024 18:10 Mest lesið Sagðist nýlega hafa rætt við löngu látna konu sína Innlent Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Innlent Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Hugðust ráðast á fjölda fólks á kjördag og deyja píslardauða Erlent Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Innlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Mikill viðbúnaður vegna hnífaárásar í nótt Innlent Fleiri fréttir Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði? Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ X snýr aftur í Brasilíu Hugðust ráðast á fjölda fólks á kjördag og deyja píslardauða Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Milton safnar aftur krafti Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Sjúkrahús í Kaliforníu ákært fyrir að neita óléttri konu um neyðaraðstoð Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði? Grunaði í máli Madeleine McCann sýknaður af öðrum brotum Svaraði spurningum um Netanyahu, Pútín og reynslu af skotvopnum „Þú hugsar bara: Hver var skotinn?” Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa Sjá meira
Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum hringt viðvörunarbjöllum um að klerkastjórn Íran ætli sér að skjóta skotflaugum að Ísrael og það mögulega strax í dag. Talsmenn Hvíta hússins segja að slíkar árásir muni hafa miklar afleiðingar fyrir Íran. Ætla að þurrka út Hezbollah í suðri Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael sagði í morgun að markmið hersins í sunnanverðu Líbanon væri að „þurrka út Hezbollah“ í landshlutanum. Þetta sagði hann þar sem hann var að skoða vopn og önnur hergögn sem ísraelskir sérsveitarmenn eru sagðir hafa fundið í áhlaupum yfir landamærin síðustu daga. Ísraelskir hermenn gerðu svo innrás inn í Líbanon í gærkvöldi en enn sem komið er virðist sú innrás nokkuð afmörkuð, ef svo má kalla. Sjá einnig: Árásir Ísraelsmanna í Líbanon héldu áfram í nótt Ísraelski herinn birti í morgun myndband af loftárásum og áhlaupum hermanna yfir landamærin í Líbanon. Þessar árásir eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarinnviðum Hezbollah við landamærin og segjast Ísraelar hafa lagt hald á mikið magn vopna, annarra hergagna og upplýsinga í þessum áhlaupum. Eitt þessara myndbanda sem ísraelski herinn birti í morgun og segir að eigi að sýna árás á hernaðarinnviði Hezbollah, var líklega tekið upp í febrúar. Í lýsingu með myndböndunum er tekið fram að þau hafi verið tekin frá því „stríðið hófst“. Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Það segja ráðamenn í Ísrael að sé þeirra helsta markmið. Yfirvöld í Líbanon segja að rúmlega þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Sjá einnig: Sérsveitarmenn gera áhlaup á Líbanon í undirbúningi innrásar Talsmenn hersins segja að sérsveitarmenn hafi hingað til gert rúmlega sjötíu áhlaup inn í Líbanon á síðustu dögum. CNN hefur eftir ísraelskum embættismanni að ekki hafi komið til átaka milli hermanna og vígamanna Hezbollah. Erfiðir dagar í vændum Eins og áður segir hafa yfirvöld í Bandaríkjunum varað við væntanlegum eldflaugaárásum frá Íran og að skotflaugum geti mögulega verið skotið að Ísrael í dag. Blaðamaður Axios hefur eftir heimildarmanni sínum, sem á að þekkja til málsins, að búist sé við því að umfang árásarinnar frá Íran verði sambærilegt árásinni sem gerð var í apríl. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Ísrael að búist sé við því að Íranar muni nota bæði dróna og eldflaugar, þar á meðal skotflauga, eins og þeir gerðu í apríl. Skotmörkin eiga að vera þrjár herstöðvar og höfuðstöðvar leyniþjónustu Ísrael norður af Tel Aviv. Þá var árásin gerð þannig að drónar og eldflaugar áttu að ná til Ísrael á sama tíma. Það tekur drónana um níu klukkustundir að fljúga milli Íran og Ísrael og stýriflaugar um tvær klukkustundir og skotflaugar um tólf mínútur. Þetta gaf Ísraelum og Bandaríkjamönnum mikinn tíma til að skjóta niður dróna og stýriflaugar yfir Írak og Sýrlandi. Geri Íranar eingöngu árásir með skotflaugar að þessu sinni yrði fyrirvarinn lítill og mun erfiðara er að skjóta slíkar eldflaugar niður, þar sem þær fara hátt upp í gufuhvolfið og falla svo til jarðar á miklum hraðar. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Eftir að þessi viðvörun var opinberuð birti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarp til Ísraela þar sem hann varaði við því að erfiðir dagar væru í vændum. Talsmaður ísraelska hersins segir að engin eldflaugaskot frá Íran hafi greinst að svo stöddu en viðvörunarstig sé mjög hátt. Ísraelar og Bandaríkjamenn fylgist náið með Íran. Bandaríkjamenn hafa sent þrjár flugsveitir á undanförnum dögum. Er þar um að ræða F-15E orrustuþotur, F-16 og A-10 herþotur, sem eru hannaðar til að granda skotmörkum á jörðu niðri. Three additional aircraft squadrons - F-15E, F-16, and A-10 - are arriving in the region with one squadron having already arrived. pic.twitter.com/SO04FNvVcd— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 1, 2024
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Bandaríkin Tengdar fréttir Ísraelsher ræðst inn í Líbanon Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. 30. september 2024 23:28 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52 Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. 28. september 2024 18:10 Mest lesið Sagðist nýlega hafa rætt við löngu látna konu sína Innlent Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Innlent Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Hugðust ráðast á fjölda fólks á kjördag og deyja píslardauða Erlent Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Innlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Mikill viðbúnaður vegna hnífaárásar í nótt Innlent Fleiri fréttir Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í efnafræði? Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ X snýr aftur í Brasilíu Hugðust ráðast á fjölda fólks á kjördag og deyja píslardauða Biden mun freista þess að leggja Netanyahu línurnar varðandi Íran Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Milton safnar aftur krafti Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Lögregla upplýsir ekki um notkun andlitsgreiningarhugbúnaðar Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Sjúkrahús í Kaliforníu ákært fyrir að neita óléttri konu um neyðaraðstoð Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði? Grunaði í máli Madeleine McCann sýknaður af öðrum brotum Svaraði spurningum um Netanyahu, Pútín og reynslu af skotvopnum „Þú hugsar bara: Hver var skotinn?” Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa Sjá meira
Ísraelsher ræðst inn í Líbanon Ísraelsher hefur sent hermenn inn í Líbanon og lokað þar af ýmis svæði. Herinn segir áhlaupin beinast gegn hernaðarmannvirkjum Hezbollah í nokkrum þorpum nærri landamærunum. 30. september 2024 23:28
Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20
Segir Ísrael í fullum rétti á að verja sig frá Hezbollah Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með drápinu á Hassan Nasrallah hafi Ísrael verið að framfylgja réttlætinu fyrir hönd fórnarlamba hans. Ísrael sé í fullum rétti á að verja sig gegn Hezbollah, Hamas, Hútum í Jemen og öðrum hryðjuverkasamtökum sem fjármögnuð eru af Íran. 28. september 2024 19:52
Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. 28. september 2024 18:10