Fær Njarðvík frekar stimpilinn? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 23:16 Afturelding losaði Mosfellsbæ við þann stimpil á laugardag, að vera stærsti bær landsins sem aldrei hefði átt lið í efstu deild karla í fótbolta. vísir/Anton Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður. Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður.
Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira