„Viðbjóðsleg“ frammistaða sem lætur stjóra missa starfið Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 22:02 Það var þungt yfir Erik ten Hag eftir tapið gegn Tottenham í dag. Getty/Carl Recine Erik ten Hag virðist kominn á endastöð með Manchester United og aðeins tímaspursmál hvenær félagið lætur hann fara, eftir frammistöðu liðsins í 3-0 tapinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Þetta er að minnsta kosti mat sparkspekinga á Englandi sem spöruðu ekki stóru orðin í lýsingum sínum á United-liðinu, sem lenti undir strax á þriðju mínútu í dag og átti litla möguleika eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks. „Viðbjóðslegt“ og „til skammar“ sagði Gary Neville, fyrrverandi leikmaður United, um liðið í umræðum á Sky Sports. Félagi hans þar, Jamie Redknapp, tók undir að liðið hefði orðið sér til skammar og sagði það „komið alveg á botninn.“ Chris Sutton bætti því við á BBC að „svona frammistöður láta stjóra missa starfið“. Stuðningsmenn Tottenham voru líka duglegir við að kyrja „þú verður rekinn á morgun!“ á Old Trafford í dag. Stór ákvörðun í vikunni? United er aðeins með sjö stig í ensku deildinni eftir sex leiki, sem er jöfnun á lægstu stigasöfnun liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar. Aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk (liðið hefur skorað fimm og fengið á sig átta), en það var tímabilið 2007-08. United er nú í 12. sæti og er þegar átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Dagar Eriks ten Hag á Old Trafford gætu mögulega verið taldir, að mati sparkspekinga á Englandi.Getty/Martin Rickett „Ég held að þeir [forráðamenn United] þurfi að taka stóra ákvörðun í þessari viku. Ég held að tími hans [Ten Hag] gæti verið á þrotum,“ sagði Robbie Savage á BBC. „Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð undir stjórn Ten Hag, og þá er nú mikið sagt. Þetta var virkilega slæmt,“ sagði Neville. „Ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn“ Sjálfur vildi hinn hollenski Ten Hag ekki gera of mikið úr tapinu í dag, og var sannfærður um að rauða spjaldið á Bruno Fernandes væri rangur dómur. „Það kemur alltaf nýr dagur og við lærum af þessu. Leikmenn mínir eru með sterka skapgerð og við komum sterkari til baka. Við verðum að læra af þessu hratt,“ sagði Ten Hag. Spurður út í sína stöðu vildi hann meina að stefnan væri skýr varðandi það að hann yrði áfram stjóri United. „Ég er ekkert að hugsa um hvort ég verði rekinn. Við tókum öll þá ákvörðun að halda áfram saman. Eigendurnir, starfsfólkið, leikmenn og ég sjálfur. Við ákváðum það eftir gagngera skoðun á því sem við höfum gert. Við vissum að þetta tæki tíma. Við erum öll á sömu blaðsíðu,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira