Leiðtogi Hezbollah allur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 08:22 Hassan Nasrallah hafði verið leiðtogi Hezbollah-samtakanna í 32 ár. getty Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. Í færlsu frá hernum á X segir að Hassan Nasrallah muni ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. Hassan Nasrallah will no longer be able to terrorize the world.— Israel Defense Forces (@IDF) September 28, 2024 Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar tengdur Hezbollah staðfestir sömuleiðis að ekki hafi heyrst frá leiðtoganum frá því í gær. Árásir Ísraela hafa staðið yfir í Beirút síðustu daga og hafa beinst að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna árásanna. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. „Ekki það síðasta í verkfærakassanum“ Herzi Halevi yfirmaður innan ísraelska hersins segir árásina hafa verið þaulskipulagða og „komið á réttum tíma og mjög snarpt“. „Hver sem ógnar Ísraelsríki, við munum kunna að komast að honum: í norðri, í suðri og víðar,“ er haft eftir Halevi í ísraleskum miðlum. „Þetta er ekki síðasta verkfærið, það eru fleiri verkfæri sem bíða,“ bætti Halevi við. Með undanförnum árásum á hæstu yfirmenn innan Hezbollah má segja að átökin milli Ísralelshers og samtakanna hafi stigmagnast. Fyrstu mánuði þessa stríðs var talið að Ísraelar myndu ekki ráðast gegn æðstu ráðamönnum Hezbollah en nú hefur Ísraelsher fellt fjölda yfirmanna innan samtakanna. Herinn birti yfirlitsmynd í dag af þeim yfirmönnum sem felldir hafa verið. Yfirlitsmynd ísraelska hersins yfir yfirmenn innana Hezbollah sem hafa fallið. Nýjustu vendingar teygja anga sína víðar um Mið-Austurlönd. Æðsti leiðtogi Írans Ayatollah Ali Khamenei gaf til að mynda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann stappar stálinu í Hezbollah-samtökin og íbúa í Líbanon. Greint var frá því fyrr í dag að leiðtoginn hefði verið færður á öruggan stað vegna árásanna. Í yfirlýsingunni kallar hann eftir því að „standa þétt við bakið á fólkinu í Líbanon og Hezbollah samtökunum og styðja með hvað hætti sem fólki er kleift“. „Örlög álfunnar ráðast af krafti andstöðunnar, með Hezbollah í fremstu víglínu,“ er haft eftir Ali Khamenei í tilkynningu. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Andlát Tengdar fréttir Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Í færlsu frá hernum á X segir að Hassan Nasrallah muni ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. Hassan Nasrallah will no longer be able to terrorize the world.— Israel Defense Forces (@IDF) September 28, 2024 Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar tengdur Hezbollah staðfestir sömuleiðis að ekki hafi heyrst frá leiðtoganum frá því í gær. Árásir Ísraela hafa staðið yfir í Beirút síðustu daga og hafa beinst að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna árásanna. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. „Ekki það síðasta í verkfærakassanum“ Herzi Halevi yfirmaður innan ísraelska hersins segir árásina hafa verið þaulskipulagða og „komið á réttum tíma og mjög snarpt“. „Hver sem ógnar Ísraelsríki, við munum kunna að komast að honum: í norðri, í suðri og víðar,“ er haft eftir Halevi í ísraleskum miðlum. „Þetta er ekki síðasta verkfærið, það eru fleiri verkfæri sem bíða,“ bætti Halevi við. Með undanförnum árásum á hæstu yfirmenn innan Hezbollah má segja að átökin milli Ísralelshers og samtakanna hafi stigmagnast. Fyrstu mánuði þessa stríðs var talið að Ísraelar myndu ekki ráðast gegn æðstu ráðamönnum Hezbollah en nú hefur Ísraelsher fellt fjölda yfirmanna innan samtakanna. Herinn birti yfirlitsmynd í dag af þeim yfirmönnum sem felldir hafa verið. Yfirlitsmynd ísraelska hersins yfir yfirmenn innana Hezbollah sem hafa fallið. Nýjustu vendingar teygja anga sína víðar um Mið-Austurlönd. Æðsti leiðtogi Írans Ayatollah Ali Khamenei gaf til að mynda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann stappar stálinu í Hezbollah-samtökin og íbúa í Líbanon. Greint var frá því fyrr í dag að leiðtoginn hefði verið færður á öruggan stað vegna árásanna. Í yfirlýsingunni kallar hann eftir því að „standa þétt við bakið á fólkinu í Líbanon og Hezbollah samtökunum og styðja með hvað hætti sem fólki er kleift“. „Örlög álfunnar ráðast af krafti andstöðunnar, með Hezbollah í fremstu víglínu,“ er haft eftir Ali Khamenei í tilkynningu.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Andlát Tengdar fréttir Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“