Brynjar ákærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 21:32 Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 og málið svo tekið fyrir í Landsrétti ári síðar. Hæstiréttur úrskurðaði svo um málið í janúar á þessu ári. Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld. Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira