Brynjar ákærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 21:32 Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 og málið svo tekið fyrir í Landsrétti ári síðar. Hæstiréttur úrskurðaði svo um málið í janúar á þessu ári. Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld. Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira