Dómur Brynjars stendur þó ekki sé fallist á að netbrot séu nauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 15:45 Brynjar fékk sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvoru öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit teljast ekki til nauðgunar að mati Hæstaréttar. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar á hendur Brynjari Joensen Creed. Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því. Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hæstiréttur var að þessu leyti ósammála Landsrétti. Þrátt fyrir það staðfesti Hæstiréttur refsingu Landsréttar. Brynjar hlýtur sjö ára fangelsisdóm. Einhver brota Brynjars vörðuðu athafnir sem fóru fram í gegnum netið og túlkun Hæstaréttar var önnur en túlkun Landsréttar sem hafði heimfært þau brot sem nauðgun. „Hæstiréttur benti á að sú þróun sem orðið hefði með aukinni netnotkun barna og breyttu samskiptamynstri þeirra í milli og við aðra með notkun samfélagsmiðla og samskiptaforrita gerði þau berskjölduð gagnvart kynferðislegri háttsemi sem unnt væri að drýgja á þeim vettvangi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þar er jafnframt tekið fram að þrátt fyrir „ótvíræða skyldu löggjafans að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“ væri ekki með skýrum hætti ráðið að orðalag nauðgunarákvæða hegningarlaga næði til þeirrar háttsemi þar sem „fjarstaddur gerandi fengi annan mann, í tilviki brotaþola, barn, til þess að fróa sjálfu sér, eða eiga kynferðismök við aðra og fá síðar myndskeið sent af því.“ Fleiri mál til rannsóknar Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm í Landsrétti fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Þar með hafði dómur héraðsdóms, sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi, verið þyngdur. Dómur Landsréttar sneri aðeins að tilteknum fjölda brota gegn ákveðnum brotaþolum. Lögregla hefur rannsakaða fjölda annarra meintra brota Brynjars, en hann er grunaður um að hafa brotið gegn á þriðja tug stúlkna, undir fimmtán ára aldri, til viðbótar. Í júní á þessu ári samþykkti Hæstiréttur málskotsbeiðni Brynjars. Dómurinn sagðist ekki ætla að taka fyrir niðurstöðu Landsréttar um sakfellingu hans eða um önnur atriði sem byggja á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar sagðist Hæstiréttur ætla að taka fyrir ákvörðun refsingar Brynjars og heimfærslu brota hans. Dómurinn sagði að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Í héraði og fyrir Landsrétti hafði verið deilt um hvort einhver brot Brynjars teldu til nauðgana, þar sem hann hafði látið stúlkur framkvæma kynferðislegar athafnir í gegnum netið og þær sent honum myndbönd af því.
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent