„Draumur að spila fyrir uppeldisfélagið“ Árni Gísli Magnússon skrifar 25. september 2024 19:12 Mikael Breki byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deild karla þegar KA tók á móti HK. Vísir/Björgvin KA og HK gerðu 3-3 jafntefli á Greifavellinum í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. KA menn voru enn í sigurvímu eftir bikarmeistaratitilinn sem vannst á dögunum og spilaði liðið ekki sinn besta leik. Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira