„Draumur að spila fyrir uppeldisfélagið“ Árni Gísli Magnússon skrifar 25. september 2024 19:12 Mikael Breki byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deild karla þegar KA tók á móti HK. Vísir/Björgvin KA og HK gerðu 3-3 jafntefli á Greifavellinum í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. KA menn voru enn í sigurvímu eftir bikarmeistaratitilinn sem vannst á dögunum og spilaði liðið ekki sinn besta leik. Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann