Diddy á sjálfsvígsvakt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. september 2024 17:08 Mörg mál er varða meint kynferðisbrot Sean „Diddy“ Combs eru til meðferðar hjá dómstólum vestanhafs. Getty Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. Diddy, sem heitir fullu nafni Sean Combs, var handtekinn á mánudag og ákærður fyrir að hafa frá árinu 2008 verið hluti af glæpasamtökum sem báru ábyrgð á mansali, nauðungarvinnu, mannráni, íkveikjum, mútuþægni og að hindra framgang réttvísinnar. Saksóknarar sökuðu rapparann um að nota peninga sína og völd til að skipuleggja „niðrandi og á köflum ofbeldisfullar kynlífsathafnir sem kölluðust ,freak-offs'.“ Hann hafi leikstýrt og framleitt margra klukkutíma og margra daga upptökur af slíkum athöfnum þar sem hann hafi hótað og þvingað konur til að uppfylla kynferðislegar þarfir sínar. Fulltrúar Alríkislögreglunnar sögðust hafa gert meira en þúsund flöskur af barnaolíu og öðrum sleipiefnum upptækar af heimilum rapparans. Hlakkar til að hreinsa nafn sitt Þingfesting í málinu fór fram í alríkisdómstóli í New York á þriðjudag þar sem dómarinn Robyn Tarnofsky neitaði honum um lausn úr varðhaldi gegn tryggingu. Eftir þingfestinguna sagði Marc Agnofilo, lögfræðingur Diddy, við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að Diddy hefði beðið eftir þessum degi. „Hann hefur hlakkað til að hreinsa nafn sitt, og ætlar að gera það,“ sagði lögfræðingurinn. Agnofilo áfrýjaði ákvörðun dómarans á miðvikudag um að halda Diddy í varðhaldi en dómarinn staðfesti fyrri ákvörðun. Samkvæmt heimildarmönnum NBC hefur rapparinn verið settur á sjálfsvígsvakt og fylgjast verðir Metropolitan varðhaldsstöðvarinnar (e. Metropolitan Detention Center) náið með honum. Talsmaður Diddy sagði sömuleiðis við NBC að hann væri hraustur, sterkur og einbeittur að því að vinna málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Tónlist Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Diddy, sem heitir fullu nafni Sean Combs, var handtekinn á mánudag og ákærður fyrir að hafa frá árinu 2008 verið hluti af glæpasamtökum sem báru ábyrgð á mansali, nauðungarvinnu, mannráni, íkveikjum, mútuþægni og að hindra framgang réttvísinnar. Saksóknarar sökuðu rapparann um að nota peninga sína og völd til að skipuleggja „niðrandi og á köflum ofbeldisfullar kynlífsathafnir sem kölluðust ,freak-offs'.“ Hann hafi leikstýrt og framleitt margra klukkutíma og margra daga upptökur af slíkum athöfnum þar sem hann hafi hótað og þvingað konur til að uppfylla kynferðislegar þarfir sínar. Fulltrúar Alríkislögreglunnar sögðust hafa gert meira en þúsund flöskur af barnaolíu og öðrum sleipiefnum upptækar af heimilum rapparans. Hlakkar til að hreinsa nafn sitt Þingfesting í málinu fór fram í alríkisdómstóli í New York á þriðjudag þar sem dómarinn Robyn Tarnofsky neitaði honum um lausn úr varðhaldi gegn tryggingu. Eftir þingfestinguna sagði Marc Agnofilo, lögfræðingur Diddy, við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að Diddy hefði beðið eftir þessum degi. „Hann hefur hlakkað til að hreinsa nafn sitt, og ætlar að gera það,“ sagði lögfræðingurinn. Agnofilo áfrýjaði ákvörðun dómarans á miðvikudag um að halda Diddy í varðhaldi en dómarinn staðfesti fyrri ákvörðun. Samkvæmt heimildarmönnum NBC hefur rapparinn verið settur á sjálfsvígsvakt og fylgjast verðir Metropolitan varðhaldsstöðvarinnar (e. Metropolitan Detention Center) náið með honum. Talsmaður Diddy sagði sömuleiðis við NBC að hann væri hraustur, sterkur og einbeittur að því að vinna málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Tónlist Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53
1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02