„Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 11:31 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Einar Annað árið í röð er KA komið í bikarúrslit karla í fótbolta og reynir að fella bikarmeistara Víkings. Þjálfari KA-manna segir menn ekki endilega í hefndarhug, en njóti góðs af reynslu síðasta árs og ákveðnir í að vinna loks bikarinn. KA tapaði 3-1 í úrslitum keppninnar fyrir Víkingum í fyrra og nú mætast liðin annað árið í röð. Rúm 40 ár eru síðan sömu lið mætast í bikarúrslitum tvö ár í röð. Klippa: Ætla að taka titilinn norður Hallgrímur Jónsson, þjálfari KA, segir leikmenn liðsins njóta góðs af reynslunni sem fylgdi því að taka þátt í úrslitunum í fyrra og séu ákveðnir í að taka lokaskrefið og vinna loks titilinn. „Við erum bara spenntir, komum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari. Því miður töpuðum við í fyrra og við töluðum um það eftir leikinn að alvöru menn standa upp og reyna aftur og við erum komnir aftur. Við erum mættir hérna til að taka bikarinn heim,“ segir Hallgrímur Hefnd sé KA-mönnum ekki ofarlega í huga eftir síðasta ár. „Ég vil kannski ekki meina að við viljum hefna á móti Víkingi. Við erum spenntir fyrir því að vinna bikarinn með KA, við viljum fara með hann heim, það hefur aldrei gerst í sögunni. Þar sem við höfum prófað þetta áður ætlum við að láta úrslitin vera okkur í hag í þetta skiptið,“ segir Hallgrímur. „Við erum á góðu róli núna og erum með sjálfstraust. Síðast þegar við spiluðum við Víking unnum við þá og það mun líka hjálpa okkur,“ bætir hann við. Víkingar vonast til að vinna keppnina fimmta skiptið í röð síðar í dag en sagan er ekki með KA-mönnum sem hafa komst fjórum sinnum í úrslit keppninnar en aldrei tekist að vinna. Hefur þessi sigurhefð eitthvað að segja? „Ég veit það ekki. Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Hallgrím sem má sjá í spilaranum að ofan. Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02 „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
KA tapaði 3-1 í úrslitum keppninnar fyrir Víkingum í fyrra og nú mætast liðin annað árið í röð. Rúm 40 ár eru síðan sömu lið mætast í bikarúrslitum tvö ár í röð. Klippa: Ætla að taka titilinn norður Hallgrímur Jónsson, þjálfari KA, segir leikmenn liðsins njóta góðs af reynslunni sem fylgdi því að taka þátt í úrslitunum í fyrra og séu ákveðnir í að taka lokaskrefið og vinna loks titilinn. „Við erum bara spenntir, komum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari. Því miður töpuðum við í fyrra og við töluðum um það eftir leikinn að alvöru menn standa upp og reyna aftur og við erum komnir aftur. Við erum mættir hérna til að taka bikarinn heim,“ segir Hallgrímur Hefnd sé KA-mönnum ekki ofarlega í huga eftir síðasta ár. „Ég vil kannski ekki meina að við viljum hefna á móti Víkingi. Við erum spenntir fyrir því að vinna bikarinn með KA, við viljum fara með hann heim, það hefur aldrei gerst í sögunni. Þar sem við höfum prófað þetta áður ætlum við að láta úrslitin vera okkur í hag í þetta skiptið,“ segir Hallgrímur. „Við erum á góðu róli núna og erum með sjálfstraust. Síðast þegar við spiluðum við Víking unnum við þá og það mun líka hjálpa okkur,“ bætir hann við. Víkingar vonast til að vinna keppnina fimmta skiptið í röð síðar í dag en sagan er ekki með KA-mönnum sem hafa komst fjórum sinnum í úrslit keppninnar en aldrei tekist að vinna. Hefur þessi sigurhefð eitthvað að segja? „Ég veit það ekki. Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Hallgrím sem má sjá í spilaranum að ofan.
Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02 „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
„Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02
„Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47