„Okkar að stöðva drauma þeirra í fæðingu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2024 10:06 Arnar Gunnlaugsson getur unnið bikarkeppnina í fimmta sinn á þjálfaraferlinum í dag. Vísir/Einar Víkingar geta orðið bikarmeistarar fimmta sinn í röð þegar þeir mæta KA í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir mikilvægt að njóta dagsins og láta stressið ekki buga sig. Arnar hefur stýrt Víkingum fjórum sinnum til sigurs í bikarkeppninni og fær tækifæri til að vinna fimmta bikarmeistaratitilinn í röð í dag. „Þetta er alveg magnaður dagur. Sem betur fer höfum við notið hans, nánast frá morgni til kvölds, þessi fjögur skipti sem við höfum verið hérna. Þannig vonandi heldur það bara áfram,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hádegismatur með starfsliðinu og nagaðar neglur Arnar segir undirbúninginn fyrir leikinn í dag svipaðan og fyrir hina bikarúrslitaleikina. „Við höfum spilað marga leiki í sumar og tekið einn leik fyrir í einu. Loksins eftir leikinn á móti Fylki á mánudaginn fór öll einbeitingin á KA, svo er blaðamannafundur núna og á leikdegi fer ég með starfsliðið mitt í hádegismat. Við reynum að njóta dagsins frá morgni til kvölds. Þetta er svona dagur, sumir komast bara einu sinni í hann. Þetta er magnaður dagur þannig þú þarft að gera mjög vel úr honum,“ sagði Arnar. „Svo nagar maður neglurnar þangað til leikurinn byrjar, með tilheyrandi stressi, sem er gott, þannig að þetta er einstakur dagur.“ Fáranlegar tölur Víkingur hefur unnið alla bikarmeistaratitlana sem í boði hafa verið frá 2019 og geta orðið fyrsta liðið síðan KR í árdaga keppninnar til að vinna hana fimm sinnum í röð. „Í þessari blessuðu íþrótt er svo erfitt að komast í úrslitaleik og vera nálægt því að vinna titil þannig að þetta eru forréttindi og tölurnar okkar í bikarnum síðustu fimm ár eru fáránlegar ef maður spáir í þessu,“ sagði Arnar. „Maður verður auðmjúkur og við erum minnugir þess að njóta þess og ekki vera þjakaðir af einhverju stressi um að þú verðir ekki goðsögn ef þú vinnur ekki fimm ár í röð. Gleyma einhverju svoleiðis kjaftæði og hafa gömlu góðu möntruna í hausnum á þér, að kýla á þetta og svo sjáum við hvað setur.“ Alltaf erfiðir leikir gegn KA Annað árið í röð mætast Víkingur og KA í bikarúrslitaleiknum. Í fyrra unnu Víkingar 3-1 sigur. „Frá því ég tók við Víkingi 2019 erum við búnir að eiga margar rimmur við KA og allar hafa verið nákvæmlega eins. Virkilega erfiðir leikir. Þeir eru grimmir og með mjög góða leikmenn og góðan þjálfara [Hallgrím Jónasson] sem hefur náð, eftir erfiða byrjun, að snúa blaðinu við sem er mjög erfitt,“ sagði Arnar. „Gulrótin fyrir þá að vera í neðri hlutanum, er Evrópukeppni, að vinna og auðvitað mæta þeir dýrvitlausir til leiks. Það er ekkert flóknara en það en svo er þetta bikarúrslitaleikur; það myndu öll lið mæta dýrvitlaus til leiks. Það er okkar að stöðva drauma þeirra í fæðingu.“ Fiðringur og stress en ekki kvíði Arnar viðurkennir að það sé léttara yfir Víkingum núna en fyrir nokkrum vikum. Hann hefur samt skynjað mikinn spenning fyrir leiknum stóra á æfingum í aðdraganda hans. „Það er alltaf fiðringur og þannig á það líka að vera. Þegar þessi fiðringur fer úr kroppnum áttu að snúa þér að einhverju öðru og hætta þessu. Sem betur fer er þetta fiðringur sem fer stress en má alls ekki fara í kvíða því þá fer illa. Hlutverk okkar starfsliðsins er að halda jafnvæginu þarna á milli,“ sagði Arnar. „Ég er mjög bjartsýnn. Þetta var stíft í sumar. Við vorum þjakaðir af allri þessari pressu, að verða íkon og goðsagnir, vinna allt og ekkert, komast áfram og gera þetta og hitt. Núna finn ég að ánægjan, gleðin og gamla góða Víkingsflæðið er komið aftur.“ Leikur Víkings og KA hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02 „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Arnar hefur stýrt Víkingum fjórum sinnum til sigurs í bikarkeppninni og fær tækifæri til að vinna fimmta bikarmeistaratitilinn í röð í dag. „Þetta er alveg magnaður dagur. Sem betur fer höfum við notið hans, nánast frá morgni til kvölds, þessi fjögur skipti sem við höfum verið hérna. Þannig vonandi heldur það bara áfram,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hádegismatur með starfsliðinu og nagaðar neglur Arnar segir undirbúninginn fyrir leikinn í dag svipaðan og fyrir hina bikarúrslitaleikina. „Við höfum spilað marga leiki í sumar og tekið einn leik fyrir í einu. Loksins eftir leikinn á móti Fylki á mánudaginn fór öll einbeitingin á KA, svo er blaðamannafundur núna og á leikdegi fer ég með starfsliðið mitt í hádegismat. Við reynum að njóta dagsins frá morgni til kvölds. Þetta er svona dagur, sumir komast bara einu sinni í hann. Þetta er magnaður dagur þannig þú þarft að gera mjög vel úr honum,“ sagði Arnar. „Svo nagar maður neglurnar þangað til leikurinn byrjar, með tilheyrandi stressi, sem er gott, þannig að þetta er einstakur dagur.“ Fáranlegar tölur Víkingur hefur unnið alla bikarmeistaratitlana sem í boði hafa verið frá 2019 og geta orðið fyrsta liðið síðan KR í árdaga keppninnar til að vinna hana fimm sinnum í röð. „Í þessari blessuðu íþrótt er svo erfitt að komast í úrslitaleik og vera nálægt því að vinna titil þannig að þetta eru forréttindi og tölurnar okkar í bikarnum síðustu fimm ár eru fáránlegar ef maður spáir í þessu,“ sagði Arnar. „Maður verður auðmjúkur og við erum minnugir þess að njóta þess og ekki vera þjakaðir af einhverju stressi um að þú verðir ekki goðsögn ef þú vinnur ekki fimm ár í röð. Gleyma einhverju svoleiðis kjaftæði og hafa gömlu góðu möntruna í hausnum á þér, að kýla á þetta og svo sjáum við hvað setur.“ Alltaf erfiðir leikir gegn KA Annað árið í röð mætast Víkingur og KA í bikarúrslitaleiknum. Í fyrra unnu Víkingar 3-1 sigur. „Frá því ég tók við Víkingi 2019 erum við búnir að eiga margar rimmur við KA og allar hafa verið nákvæmlega eins. Virkilega erfiðir leikir. Þeir eru grimmir og með mjög góða leikmenn og góðan þjálfara [Hallgrím Jónasson] sem hefur náð, eftir erfiða byrjun, að snúa blaðinu við sem er mjög erfitt,“ sagði Arnar. „Gulrótin fyrir þá að vera í neðri hlutanum, er Evrópukeppni, að vinna og auðvitað mæta þeir dýrvitlausir til leiks. Það er ekkert flóknara en það en svo er þetta bikarúrslitaleikur; það myndu öll lið mæta dýrvitlaus til leiks. Það er okkar að stöðva drauma þeirra í fæðingu.“ Fiðringur og stress en ekki kvíði Arnar viðurkennir að það sé léttara yfir Víkingum núna en fyrir nokkrum vikum. Hann hefur samt skynjað mikinn spenning fyrir leiknum stóra á æfingum í aðdraganda hans. „Það er alltaf fiðringur og þannig á það líka að vera. Þegar þessi fiðringur fer úr kroppnum áttu að snúa þér að einhverju öðru og hætta þessu. Sem betur fer er þetta fiðringur sem fer stress en má alls ekki fara í kvíða því þá fer illa. Hlutverk okkar starfsliðsins er að halda jafnvæginu þarna á milli,“ sagði Arnar. „Ég er mjög bjartsýnn. Þetta var stíft í sumar. Við vorum þjakaðir af allri þessari pressu, að verða íkon og goðsagnir, vinna allt og ekkert, komast áfram og gera þetta og hitt. Núna finn ég að ánægjan, gleðin og gamla góða Víkingsflæðið er komið aftur.“ Leikur Víkings og KA hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02 „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
„Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02
„Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47