Útlendingum á Íslandi fjölgar hratt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2024 11:40 Mikill fjöldi verkamanna hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Sama má segja um störf í ferðaþjónustu og matvöruverslunum. Vísir/Vilhelm Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgaði fimm sinnum hraðar en Íslendingum á milli ára. Þá fjölgaði Íslendingum erlendis um á annað þúsund á milli ára. Á síðustu fimm árum hefur útlendingum á Íslandi fjölgað um þrjátíu þúsund en Íslendingum um ellefu þúsund. Ástæðuna má að mestu rekja til mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli á Íslandi sem viðhaldið hefur hagvexti undanfarin ár. Í nýjum gögnum Þjóðskrár, sem FF7 vakti athygli á, kemur fram að íslenskum ríkisborgurum fjölgaði um 1400 frá 1. desember 2023 til 1. september síðastliðinn. Þeir eru nú 325.606. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum hér á landi um rúmlega 5500 manns á sama tíma og eru nú 79.992. Þróun frá árinu 2019 má sjá á línuritinu að neðan. Ef litið er til tímabilsins 2019 til 2024 má sjá að Íslendingum hefur fjölgað um rúmlega ellefu þúsund eða um tæplega þrjú prósent. Á sama tíma hefur útlendingum fjölgað um þrjátíu þúsund eða um 62 prósent. Pólverjar eru langfjölmennasti flokkur erlendra ríkisborgara. Þeir voru 26.553 þann 1. september. Næstir koma Litháar sem voru 6.149, 5.158 Rúmenar og 4.690 Úkraínumenn. Lettar voru 3.342, Spánverjar voru 2.212 og þá eru 2.076 Þjóðverjar á landinu. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sagði í júní 2022 fyrirséð að aukning yrði í flutningi erlendra ríkisborgara til landsins miðað við árin á undir. Skýringin væri meðal annars fyrirséður skortur á vinnuafli í fjölmennum atvinnugreinum, þá ekki síst í byggingariðnaði, ferðaþjónustu og hugverkaiðnaði. Filippseyingar koma næstir eða 1.628, Venesúelabúar eru 1.527 og svo eru rúmlega þúsund íbúar frá Tékklandi, Ítalíu, Króatíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Víetnam og Ungverjalandi. Danmörk, Noregur og Svíþjóð Íslendingar búsettir erlendis árið 2023 voru 49.870 og meirihlutinn á Norðurlöndunum. Skráningin nær til þeirra sem hafa skráð lögheimili sitt í útlöndum eins og fólki ber að gera þegar flutt er úr landi. Þeim fjölgaði á milli ára en 48.951 Íslendingar voru skráðir með lögheimili erlendis árið 2022. Flestir Íslendingar erlendis árið 2023 voru skráðir í Danmörku eða alls 11.982 einstaklingar. Næst flestir eða 9.250 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 9.046 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili. 61,9% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum. Bandaríkin eru í fjórða sæti þar sem 6.583 Íslendingar eru skráðir með búsetu og í fimmta sæti kemur Bretland með 2.518 manns. Dreifing Íslendinga erlendis Íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 104 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna þann 1. desember 2023. Til gamans má geta að í 15 löndum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Löndin eru Albanía, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gínea, Indland, Líbanon, Makedónía, Máritíus, Pakistan, Panama, Púertó Ríkó og Sómalía. Vinnumarkaður Mannfjöldi Innflytjendamál Tengdar fréttir Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í nýjum gögnum Þjóðskrár, sem FF7 vakti athygli á, kemur fram að íslenskum ríkisborgurum fjölgaði um 1400 frá 1. desember 2023 til 1. september síðastliðinn. Þeir eru nú 325.606. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum hér á landi um rúmlega 5500 manns á sama tíma og eru nú 79.992. Þróun frá árinu 2019 má sjá á línuritinu að neðan. Ef litið er til tímabilsins 2019 til 2024 má sjá að Íslendingum hefur fjölgað um rúmlega ellefu þúsund eða um tæplega þrjú prósent. Á sama tíma hefur útlendingum fjölgað um þrjátíu þúsund eða um 62 prósent. Pólverjar eru langfjölmennasti flokkur erlendra ríkisborgara. Þeir voru 26.553 þann 1. september. Næstir koma Litháar sem voru 6.149, 5.158 Rúmenar og 4.690 Úkraínumenn. Lettar voru 3.342, Spánverjar voru 2.212 og þá eru 2.076 Þjóðverjar á landinu. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sagði í júní 2022 fyrirséð að aukning yrði í flutningi erlendra ríkisborgara til landsins miðað við árin á undir. Skýringin væri meðal annars fyrirséður skortur á vinnuafli í fjölmennum atvinnugreinum, þá ekki síst í byggingariðnaði, ferðaþjónustu og hugverkaiðnaði. Filippseyingar koma næstir eða 1.628, Venesúelabúar eru 1.527 og svo eru rúmlega þúsund íbúar frá Tékklandi, Ítalíu, Króatíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Víetnam og Ungverjalandi. Danmörk, Noregur og Svíþjóð Íslendingar búsettir erlendis árið 2023 voru 49.870 og meirihlutinn á Norðurlöndunum. Skráningin nær til þeirra sem hafa skráð lögheimili sitt í útlöndum eins og fólki ber að gera þegar flutt er úr landi. Þeim fjölgaði á milli ára en 48.951 Íslendingar voru skráðir með lögheimili erlendis árið 2022. Flestir Íslendingar erlendis árið 2023 voru skráðir í Danmörku eða alls 11.982 einstaklingar. Næst flestir eða 9.250 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 9.046 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili. 61,9% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum. Bandaríkin eru í fjórða sæti þar sem 6.583 Íslendingar eru skráðir með búsetu og í fimmta sæti kemur Bretland með 2.518 manns. Dreifing Íslendinga erlendis Íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 104 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna þann 1. desember 2023. Til gamans má geta að í 15 löndum er aðeins einn íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Löndin eru Albanía, Angóla, Belís, Ekvador, Gana, Gínea, Indland, Líbanon, Makedónía, Máritíus, Pakistan, Panama, Púertó Ríkó og Sómalía.
Vinnumarkaður Mannfjöldi Innflytjendamál Tengdar fréttir Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30
Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47