Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 20:30 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að erlendu starfsfólki muni halda áfram að fjölga verulega á Íslandi á næstu áratugum. Vísir/Steingrímur Dúi Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. „Til að byggja undir lífsgæði hér á næstu áratugum þarf auðvitað fleiri hendur hingað til lands. Þannig að við sjáum fyrir okkur að tugir prósenta hér á vinnumarkaðnum verði af erlendu bergi brotnir. Þeir komi að utan, sem gætu verið jafnvel 40-50 prósent ef við horfum nokkra áratugi fram í tímann,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Náttúruleg fólksfjölgun á Íslandi heldur engan veginn í við vöxt hagkerfisins. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund að utan. „Það er auðvitað sama þróun hér og annars staðar í hinum vestrænum heimi. Þjóðin eldist sem þýðir að það verða færri á vinnumarkaði fyrir hvern sem er kominn af vinnumarkaði og orðinn 70 ára eða eldri. Þess vegna þurfum við auðvitað fleiri hendur og þær koma þá að utan,“ segir Sigurður. Samtök atvinnulífsins/Hagstofa Íslands Jafnvel þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin. En auk almenns vinnuafls er þörf á þúsundum erlendra sérfræðinga til viðbótar til landsins; en þá þarf að sögn Sigurðar að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. „Það er bara mjög brýnt að gera það og ég veit að ráðherra iðnaðar hefur mikinn áhuga á því og það er vinna í gangi. Ég vonast til að sjá stórstígar framfarir þar núna á næstu mánuðum,“ segir Sigurður. Innflytjendamál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. „Til að byggja undir lífsgæði hér á næstu áratugum þarf auðvitað fleiri hendur hingað til lands. Þannig að við sjáum fyrir okkur að tugir prósenta hér á vinnumarkaðnum verði af erlendu bergi brotnir. Þeir komi að utan, sem gætu verið jafnvel 40-50 prósent ef við horfum nokkra áratugi fram í tímann,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Náttúruleg fólksfjölgun á Íslandi heldur engan veginn í við vöxt hagkerfisins. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund að utan. „Það er auðvitað sama þróun hér og annars staðar í hinum vestrænum heimi. Þjóðin eldist sem þýðir að það verða færri á vinnumarkaði fyrir hvern sem er kominn af vinnumarkaði og orðinn 70 ára eða eldri. Þess vegna þurfum við auðvitað fleiri hendur og þær koma þá að utan,“ segir Sigurður. Samtök atvinnulífsins/Hagstofa Íslands Jafnvel þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin. En auk almenns vinnuafls er þörf á þúsundum erlendra sérfræðinga til viðbótar til landsins; en þá þarf að sögn Sigurðar að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. „Það er bara mjög brýnt að gera það og ég veit að ráðherra iðnaðar hefur mikinn áhuga á því og það er vinna í gangi. Ég vonast til að sjá stórstígar framfarir þar núna á næstu mánuðum,“ segir Sigurður.
Innflytjendamál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira