Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 16. september 2024 08:22 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira