„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 06:39 Mótmæli standa yfir í Leifsstöð vegna brottflutnings Yazan. No Borders „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira