„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:13 Aron Bjarnason skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/ Pawel „Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag. Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var frekar skrýtinn. Blikar byrjuðu miklu betur, komust í 1-0 og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Þá skoraði HK skyndilega tvö mörk og komst í forystu. „Við gefum þeim bara tvö mörk. Fast leikatriði og svo bara gjöf. Mér fannst við spila vel eiginlega allan leikinn og í hálfleik töluðum við um að halda rónni og halda áfram að spila. Við sköpuðum fullt af færum. Mjög góður leikur,“ bætti Aron við en fyrir utan kafla í fyrri hálfleiknum voru Blikar mun betra liðið í leiknum. Aron sagði að það hefði verið mikilvægt að byrja síðari hálfleikinn af krafti. „Klárlega. Kristó [Kristófer Ingi Kristinsson] gerir mjög vel í þessu marki og það var gott að ná inn marki svona snemma, kannski smá sjokk fyrir þá. Mér fannst við spila vel bæði í byrjun fyrri og seinni hálfleiks og það skilaði sér.“ Þriðja mark Blika kom aðeins tuttugu sekúndum eftir að Viktor Örn Margeirsson bjargaði á línu hinu megin og kom í veg fyrir að HK kæmist í 3-2. „Stutt á milli í þessu. Oft þannig að þú átt eitthvað stórt atvik hjá þínu marki og svo skorar þú hinu megin. Það er oft þannig og sætt að það var okkar megin,“ en Aron var fyrstur fram í skyndisókn Blika og kom Blikum í forystu. „Halda áfram eins og í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir“ Aron tók undir með Gunnlaugi um að þetta væri mögulega hans besti leikur í sumar. „Já, sennilega. Ég hef alveg átt fína leiki en þetta hefur ekki dottið fyrir mig alveg. Tvö mörk og ég bjó til færi, ég myndi segja það.“ Hann sagði Blika lítið hafa rætt framhaldið. Breiðablik er nú í efsta sæti Bestu deildarinnar og með þriggja stiga forskot á Víkinga sem geta þó jafnað Blika að stigum með sigri gegn Fylki á morgun. „Höfum ekki rætt það mikið, ætluðum bara að klára þennan leik og sjá svo hvað kemur í framhaldinu. Við gátum ekkert verið að hugsa þangað fyrir þennan leik. Það er bara að halda áfram eins og við höfum verið að spila í síðustu leikjum, þá gerast góðir hlutir.“ Það er margt sem bendir til þess að úrslitakeppnin verði spennandi og gæti farið svo að leikur Breiðabliks og Víkinga í síðustu umferðinni verði úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. „Vonandi, ég held að það allir vilji það sem fylgjast með boltanum. Allavega viljum við vera í séns þá, það er klárt,“ sagði Aron Bjarnason að lokum.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó