Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 22:37 Trump ræddi við blaðamenn í golfklúbbi sínum í Rancho Palos Verdes utan við Los Angeles í dag. AP/Jae C. Hong Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. Haítískir innflytjendur í borginni Springfield í Ohio hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs eftir að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, tóku upp lygar fjarhægrimanna um að ólöglegir innflytjendur þar stælu og ætu gæludýr annarra borgarbúa. „Þeir eru að borða gæludýr þeirra sem búa þarna!“ sagði Trump í sjónvarskappræðum við Kamölu Harris á aðfararnótt miðvikudags. Enginn fótur er fyrir ásökununum og meirihluti þeirra Haítíbúa sem hafa sest að í Springfield eru þar löglega. Þrátt fyrir það hótaði Trump því að vísa haítískum íbúum borgarinnar úr landi og senda þá til lands sem þeir hafa engin tengsl við þegar hann ræddi við blaðamenn í Los Angeles í dag. „Við munum standa fyrir miklum brottvísunum frá Springfield í Ohio. Miklar brottvísanir. Við ætlum að koma þessu fólki burt. Við ætlum að senda það aftur til Venesúela,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem virtist hafa gleymt því hvaðan fólkið var. Trump: We will do large deportations from Springfield, Ohio. Large deportations. We're going to get these people out. We’re bringing them back to Venezuela pic.twitter.com/41CdKtcmwq— Acyn (@Acyn) September 13, 2024 Hugsanlegt er að tveimur lygasögum hafi þar slegið saman í höfði Trump en hann hefur ítrekað logið því að venesúelanskt glæpagengi hafi „tekið yfir“ heila íbúðarblokk í Colorado og þvingað íbúa þar til þess að greiða því leigu. Yfirvöld þar hafa ítrekað að þrátt fyrir að glæpagengi hafi vissulega skotið upp kollinum þar eigi fullyrðingar um að það hafi tekið yfir blokk ekki við rök að styðjast. „Það verður að hætta“ Borgaryfirvöld og lögreglan í Springfield hefur margítrekað að ekkert sé hæft í fullyrðingum Trump og bandamanna hans um meint gæludýraát haítískra innflytjenda í borginni í vikunni. Þau hafa nú einnig þurft að glíma við röð hótanna sem leiddu meðal annars til þes að þrír skólar voru annað hvort rýmdir eða lokað tímabundið. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árásir Trump og félaga á hatítíska innflytjendasamfélagið í dag. Leiðtogar þess hafa sagt ummæli Trump geta stefnt lífi fólks í hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta verður að hætta, það sem hann er að gera. Það verður að hætta,“ sagði Biden. Trump hefur boðað stórfelldar brottvísanir fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum nái hann kjöri, jafnvel tugi milljóna manna. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Haítí Venesúela Innflytjendamál Gæludýr Tengdar fréttir Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Haítískir innflytjendur í borginni Springfield í Ohio hafa verið mikið til umfjöllunar vestanhafs eftir að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, tóku upp lygar fjarhægrimanna um að ólöglegir innflytjendur þar stælu og ætu gæludýr annarra borgarbúa. „Þeir eru að borða gæludýr þeirra sem búa þarna!“ sagði Trump í sjónvarskappræðum við Kamölu Harris á aðfararnótt miðvikudags. Enginn fótur er fyrir ásökununum og meirihluti þeirra Haítíbúa sem hafa sest að í Springfield eru þar löglega. Þrátt fyrir það hótaði Trump því að vísa haítískum íbúum borgarinnar úr landi og senda þá til lands sem þeir hafa engin tengsl við þegar hann ræddi við blaðamenn í Los Angeles í dag. „Við munum standa fyrir miklum brottvísunum frá Springfield í Ohio. Miklar brottvísanir. Við ætlum að koma þessu fólki burt. Við ætlum að senda það aftur til Venesúela,“ sagði fyrrverandi forsetinn sem virtist hafa gleymt því hvaðan fólkið var. Trump: We will do large deportations from Springfield, Ohio. Large deportations. We're going to get these people out. We’re bringing them back to Venezuela pic.twitter.com/41CdKtcmwq— Acyn (@Acyn) September 13, 2024 Hugsanlegt er að tveimur lygasögum hafi þar slegið saman í höfði Trump en hann hefur ítrekað logið því að venesúelanskt glæpagengi hafi „tekið yfir“ heila íbúðarblokk í Colorado og þvingað íbúa þar til þess að greiða því leigu. Yfirvöld þar hafa ítrekað að þrátt fyrir að glæpagengi hafi vissulega skotið upp kollinum þar eigi fullyrðingar um að það hafi tekið yfir blokk ekki við rök að styðjast. „Það verður að hætta“ Borgaryfirvöld og lögreglan í Springfield hefur margítrekað að ekkert sé hæft í fullyrðingum Trump og bandamanna hans um meint gæludýraát haítískra innflytjenda í borginni í vikunni. Þau hafa nú einnig þurft að glíma við röð hótanna sem leiddu meðal annars til þes að þrír skólar voru annað hvort rýmdir eða lokað tímabundið. Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi árásir Trump og félaga á hatítíska innflytjendasamfélagið í dag. Leiðtogar þess hafa sagt ummæli Trump geta stefnt lífi fólks í hættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta verður að hætta, það sem hann er að gera. Það verður að hætta,“ sagði Biden. Trump hefur boðað stórfelldar brottvísanir fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum nái hann kjöri, jafnvel tugi milljóna manna.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Haítí Venesúela Innflytjendamál Gæludýr Tengdar fréttir Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 11. september 2024 23:44