Hafa fengið skotflaugar frá Íran Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 12:27 Shahed-dróni frá Íran skotinn niður yfir Úkraínu. Útlit er fyrir að Rússar hafi nú einnig fengið skotflaugar frá Íran. AP/Evgeniy Maloletka Klerkastjórn Íran hefur sent skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem nota á til árása í Úkraínu. Fregnir af þessum sendingum hafa verið á kreiki undanfarna daga en ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum segja að vopnasendingarnar hafi verið í undirbúningi um langt skeið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega muni Rússar byrja að nota þessar eldflaugar innan nokkurra vikna. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Kaup Rússa á vopnum frá Norður-Kóreu eru brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. Sjá einnig: Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Ráðamenn í Úkraínu hafa um nokkuð skeið kallað eftir því að bakhjarlar þeirra á Vesturlöndum felli niður takmarkanir sem settar hafa verið á úkraínska hermenn. Þeim hefur að mestu verið meinað að nota vestræn vopn og eldflaugar á skotmörk innan landamæra Rússlands. Úkraínumenn segja nú enn brýnna að þessar takmarkanir verði felldar niður, svo Úkraínumenn geti gert árásir á vopnabúr Rússa og skotfærageymslur þar sem eldflaugar eru geymdar, svo Rússar geti ekki skotið þeim á borgir og bæi Úkraínu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Íranar neita Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var í gær spurður út í mögulegar eldflaugasendingar frá Íran til Rússlands. Hann sagði Íran mikilvægt bandalagsríki Rússlands og að samband ríkjanna og viðskipti þeirra á milli væru í sífelldri þróun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í gær fyrir að þessar sendingar hefðu átt sér stað. Þessar fregnir væru pólitískar í eðli sínu og þeim væri ætlað að koma höggi á Íran. Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Innlent Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Innlent Skipti öllu máli að telja drykkina Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Innlent Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Innlent Holan alls ekki eina slysagildran Innlent Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Innlent Fleiri fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa Íranskur herforingi sagður hafa látist í loftárásum Ísraela Lýsa nóttinni sem skelfilegri Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Ung kona látin eftir skotárás í Ísrael Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana „Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Engum verði vísað út við myndbirtingu Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Versnandi ástand í Pokrovsk Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Vita um tvo Íslendinga í Líbanon Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Hringmyrkvi sýnilegur yfir syðsta oddi Suður-Ameríku Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega muni Rússar byrja að nota þessar eldflaugar innan nokkurra vikna. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Kaup Rússa á vopnum frá Norður-Kóreu eru brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. Sjá einnig: Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Ráðamenn í Úkraínu hafa um nokkuð skeið kallað eftir því að bakhjarlar þeirra á Vesturlöndum felli niður takmarkanir sem settar hafa verið á úkraínska hermenn. Þeim hefur að mestu verið meinað að nota vestræn vopn og eldflaugar á skotmörk innan landamæra Rússlands. Úkraínumenn segja nú enn brýnna að þessar takmarkanir verði felldar niður, svo Úkraínumenn geti gert árásir á vopnabúr Rússa og skotfærageymslur þar sem eldflaugar eru geymdar, svo Rússar geti ekki skotið þeim á borgir og bæi Úkraínu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Íranar neita Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var í gær spurður út í mögulegar eldflaugasendingar frá Íran til Rússlands. Hann sagði Íran mikilvægt bandalagsríki Rússlands og að samband ríkjanna og viðskipti þeirra á milli væru í sífelldri þróun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í gær fyrir að þessar sendingar hefðu átt sér stað. Þessar fregnir væru pólitískar í eðli sínu og þeim væri ætlað að koma höggi á Íran.
Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Innlent Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Innlent Skipti öllu máli að telja drykkina Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Innlent Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Innlent Holan alls ekki eina slysagildran Innlent Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Innlent Fleiri fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Eitt ár frá upphafi stríðsins á Gasa Íranskur herforingi sagður hafa látist í loftárásum Ísraela Lýsa nóttinni sem skelfilegri Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Ung kona látin eftir skotárás í Ísrael Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana „Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Engum verði vísað út við myndbirtingu Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Versnandi ástand í Pokrovsk Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Obama leggur land undir fót fyrir Harris í næstu viku Sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Nichols Hvaldímír drapst af völdum bakteríusýkingar 21 árs konu bjargað á Gasa tíu árum eftir að henni var rænt Arftaki Nasrallah sagður drepinn í árás Ísraela Vita um tvo Íslendinga í Líbanon Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Hringmyrkvi sýnilegur yfir syðsta oddi Suður-Ameríku Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Sjá meira