Hafa fengið skotflaugar frá Íran Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 12:27 Shahed-dróni frá Íran skotinn niður yfir Úkraínu. Útlit er fyrir að Rússar hafi nú einnig fengið skotflaugar frá Íran. AP/Evgeniy Maloletka Klerkastjórn Íran hefur sent skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem nota á til árása í Úkraínu. Fregnir af þessum sendingum hafa verið á kreiki undanfarna daga en ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum segja að vopnasendingarnar hafi verið í undirbúningi um langt skeið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega muni Rússar byrja að nota þessar eldflaugar innan nokkurra vikna. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Kaup Rússa á vopnum frá Norður-Kóreu eru brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. Sjá einnig: Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Ráðamenn í Úkraínu hafa um nokkuð skeið kallað eftir því að bakhjarlar þeirra á Vesturlöndum felli niður takmarkanir sem settar hafa verið á úkraínska hermenn. Þeim hefur að mestu verið meinað að nota vestræn vopn og eldflaugar á skotmörk innan landamæra Rússlands. Úkraínumenn segja nú enn brýnna að þessar takmarkanir verði felldar niður, svo Úkraínumenn geti gert árásir á vopnabúr Rússa og skotfærageymslur þar sem eldflaugar eru geymdar, svo Rússar geti ekki skotið þeim á borgir og bæi Úkraínu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Íranar neita Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var í gær spurður út í mögulegar eldflaugasendingar frá Íran til Rússlands. Hann sagði Íran mikilvægt bandalagsríki Rússlands og að samband ríkjanna og viðskipti þeirra á milli væru í sífelldri þróun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í gær fyrir að þessar sendingar hefðu átt sér stað. Þessar fregnir væru pólitískar í eðli sínu og þeim væri ætlað að koma höggi á Íran. Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega muni Rússar byrja að nota þessar eldflaugar innan nokkurra vikna. Ekki liggur fyrir hversu margar skotflaugar um er að ræða en fregnir hafa borist af því að þær séu fleiri en tvö hundruð og af gerðinni Fath-360. Áður hafa Rússar fengið Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran, auk annarra hergagna og skotfæra. Þeir hafa einnig fengið stýri- og skotflaugar og mikið magn sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu. Þessi hergögn hafa verið mikið notuð í Úkraínu. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Þá geta eldflaugarnar lent án mikils fyrirvara á jörðu niðri. Kaup Rússa á vopnum frá Norður-Kóreu eru brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Rússar hafa neitunarvald. Sjá einnig: Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Ráðamenn í Úkraínu hafa um nokkuð skeið kallað eftir því að bakhjarlar þeirra á Vesturlöndum felli niður takmarkanir sem settar hafa verið á úkraínska hermenn. Þeim hefur að mestu verið meinað að nota vestræn vopn og eldflaugar á skotmörk innan landamæra Rússlands. Úkraínumenn segja nú enn brýnna að þessar takmarkanir verði felldar niður, svo Úkraínumenn geti gert árásir á vopnabúr Rússa og skotfærageymslur þar sem eldflaugar eru geymdar, svo Rússar geti ekki skotið þeim á borgir og bæi Úkraínu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Íranar neita Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, var í gær spurður út í mögulegar eldflaugasendingar frá Íran til Rússlands. Hann sagði Íran mikilvægt bandalagsríki Rússlands og að samband ríkjanna og viðskipti þeirra á milli væru í sífelldri þróun. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í gær fyrir að þessar sendingar hefðu átt sér stað. Þessar fregnir væru pólitískar í eðli sínu og þeim væri ætlað að koma höggi á Íran.
Rússland Íran Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira